Skagfirðingabók - 01.01.1966, Blaðsíða 14
SKAGFIRÐINGABÓK
um landsmál. Man ég það sem barn, hvað ég hafði gaman af því
að hlusta á þá rökræða um áhugamál sín. Stundum gat séra Hall-
grímur orðið nokkuð heitur, en undir eins jafnaðist það, og varð
gott úr öllu.
Benedikt var mjög sönghneigður maður, kunni vel að spila á
orgel og var organisti bæði við Víðimýrar- og Glaumbæjarkirkju.
Þegar orgel var keypt í Bólstaðarhlíðarkirkju, lærði hann að
leika á það hjá manni, er hét Benedikt Sigfússon og var sonur
Sigfúsar prests að Undirfelli í Vatnsdal. Hann dvaldi þá við
söðlasmíðanám á Botnastöðum, en kenndi Benedikt það, sem
hann hafði lært í orgelspili. Seinna æfði Benedikt sig frekar við
söngnám og orgelspil hjá frændfólki sínu á Miklabæ, því að
börn séra Jakobs voru öll sönghneigð og kunnu vel til söngs.
Einkum hafði Benedikt gott af tilsögn Jóns Jakobssonar frænda
síns, síðar landsbókavarðar, eftir það að Jón fór að búa á Víðimýri,
því að þá var Benedikt kominn að Fjalli, stutt bæjarleið á milli og
miklar samgöngur milli þeirra frænda. A háskólaárum sínum í
Kaupmannahöfn útvegaði Jón Jakobsson Benedikt gott hljóðfæri
og töluvert af dönskum nótnabókum. Var það Benedikt mikill
styrkur við söngnámið. Var oft glatt á hjalla, þegar þeir fundust,
frændurnir, og sungu og spiluðu saman. Svo hætti Jón að búa á
Víðimýri og flutti til Reykjavíkur, en Benedikt átti til dánardæg-
urs heima á Fjalli og lagði vaxandi stund á að glæða sönglíf í
kringum sig. Hann kenndi æðimörgum piltum að leika á orgel og
var óþreytandi að kenna söng, hvar sem hann náði í fólk með góð-
ar söngraddir. Eiginlega lagði hann grundvöll að töluverðu söng-
lífi í kringum sig, er óx með tímanum og breiddist út um miðjan
Skagafjörð.
Það var þó ekki fyrr en með stofnun Bændakórsins um 1917,
sem sönglíf fór verulega að vakna undir stjórn og forustu Péturs
Sigurðssonar frá Geirmundarstöðum; var þá fyrsti karlakór í
Skagafirði stofnaður, sem nokkurs verulega gætti. Þá komu til
sögu úrvals söngmenn, sem þaulæfðu söng, svo sem Þorbjörn
Björnsson frá Heiði í Gönguskörðum, seinna bóndi á Geitaskarði,
Sigurður Skagfield frá Brautarholti, Bjarni Sigurðsson frá Glæsi-
12