Skagfirðingabók - 01.01.1966, Blaðsíða 110
SKAGFIRÐINGABÓK
kemur snöggklæddur í ljósleitri milliskyrtu, og sögðu sín á milii:
Hægt er nú að hafa torfið svo svert, að ljósleita milliskyrtan hans
Hannesar hljóti að óhreinkast.
Hannes var mjög samvizkusamur að leggja aldrei mjög þungt á
hesta sína og vildi ekki á neinum sviðum vamm sitt vita — var
trúhneigt göfugmenni. Hann lét 2 torfur á brúnu hryssuna, sem
hann flutti á, og valdi þær léttari á hana, en þyngri á hin hrossin.
Þegar þeir höfðu lokið við torfristuna og búið að flytja torfið
heim, fóru ristumennirnir nákvæmlega að gæta að því, hvort ekki
sæjust óhreinindi á fötum Hannesar, en hvergi sáu þeir merki þess.
Hannes hafði brotið upp skyrtuermarnar, var tárhreinn eins og
hann hefði ekki komið nærri torfflutningnum. (Sögn annars torf-
ristumannsins).
Jón Tómason frá Vatni í Lýtingsstaðahreppi, sem var á Skagan-
um, Brókarlæk og Selnesi, í nokkur ár fyrir 1920, var fílhraustur
maður, en stirður. A Selvíkurbakkanum undruðust menn, hvað
hann lagði á sig þungar fiskbyrðar, þá orðinn roskinn. Aldrei var
aflinn svo mikill, að Jón skildi eftir af honum, heldur lét hann
röskva menn hlaða á sig fiskkippunum eins og komst á skrokkinn
og rambaði svo með byrðina hvíldarlaust heim að Selnesi. I eitt
skipti sögðu menn við hann: „Þú drepur þig á þessu, maður." Jón
svaraði: „Eg vildi, að ég ætti það af bankaseðlum, sem ég get bætt
á mig, án þess að hvílast með byrðina heim að Selnesi." Og komst
heim hvíldarlaust.
108