Skagfirðingabók - 01.01.1966, Blaðsíða 167
SIGVALDI SKAGFIRÐINGUR
Er Bjarni skytta lézt árið 1838 (f. 27. okt. 1790), gekk Sigvaldi
að eiga ekkjuna og settist að búinu. Guðrún hafði átt tuttugu börn
með fyrri manni sínum, og átm þau Sigvaldi nokkur börn, sem öll
dóu kornung.1 Ekki varð hjónaband þeirra farsælt. Aldursmunur
þeirra var líka nokkuð mikill, Guðrún fædd 10. janúar 1798, og
heilsa hennar farin að bila, þegar hér er komið sögu. „Sigvaldi
hneigðist nokkuð til annarra kvenna og meira um stund til öls en
hann vildi, og lauk hjúskap þeirra með skilnaði." Þau munu hafa
skilið um 1850, því þau fluttust frá Sjávarborg að Syðra-Vallholti
1845, en þaðan í húsmennsku að Völlum 1849 og skildu samvistir
stuttu síðar.
Eftir það var Sigvaldi lausamaður og húsmaður, ýmist í Húna-
vatns- eða Skagafjarðarsýslu, og stundaði kennslu á vetrum um
þrjátíu ára skeið. Hann hefur með réttu verið talinn merkasti barna-
kennari í Skagafirði á 19. öld. Hann leiddi langflesta þá Skagfirð-
inga, er síðar gerðu garðinn frægan, fyrstu sporin á menntabraut-
inni.
Sigvalda var ákaflega létt um kennslu og tókst að halda uppi
aga, án þess að beita hörku. Honum var einkar lagið að setja sig í
spor barnsins, sjá hlutina með augum þess og skilja þeirra skilningi,
natinn að laða fram hið bezta í fari þeirra og koma til nokkurs
þroska. Því gat ekki hjá því farið, að börnin elskuðu hann og virtu,
engu síður en hann börnin. Við fjölda þeirra batt hann ævilanga
vináttu. Sagt hefur verið, að hann hafi kennt af innri þörf og á-
stríðu, og má geta þess til, að hann hafi viljað forða öðrum frá því
að þjást af sams konar þekkingarhungri og hann sjálfur á uppvaxt-
arárum á Gvendarstöðum, þar sem hann að eigin sögn þótti „þraut-
góður vörzlusveinn" búpenings.
Sigvaldi gætti þess jafnan að hæla börnum fyrir það, sem þau
gerðu vel; eins ef þau sýndu góðan vilja til að leysa verkefnin vel
af hendi — og launaði með vísu. Þegar miður gekk, stóð heldur
1 I æviminningu Sigvalda segir, að þetta hjónaband hafi verið barnlaust,
en í samtímaheimild (Skagfirðinga sögu) er hitt haft. Gísli Konráðsson
nefnir 2 börn.
165