Skagfirðingabók - 01.01.1966, Blaðsíða 24
SKAGFIRÐIN GABÓK
4. Að koma til næsta fundar með reikninga yfir tilkostnað og
arð af ýmsum matföngum og innanbæjarvinnu.
5. Að stofna sjóð til að kaupa fyrir einhverja þarflega vinnuvél,
þegar hann væri orðinn þess megnugur, og var strax skotið
saman 15 rd.
Ási, 22. júní 1871.’
Sigurlaug Gunnarsdóttir,
(fundarstjóri)
Ingibjörg Eggerts."
Víðsýni þeirra kvenna, sem hér áttu hlut að máli, sætir furðu.
Um þetta leyti kunnu mjög fáar stúlkur að skrifa, en tala þeirra
óx nú ár frá ári. Sigvaldi Jónsson Skagfirðingur vann meir og
betur að skriftarkennslunni en nokkur annar maður á þessum
slóðum. En áratugur líður, unz íslenzk stjórnarvöld ranka svo við
sér, að talið er nauðsynlegt að kenna börnum skrift og reikning.
Upp úr 1870 er hafizt handa um slíka kennslu undir eftirliti séra
Jónasar á Ríp, en fyrir tilstuðlan kvennasamtakanna í I~h "ranesi.
Gerð er samþykkt um að leggja rækt við tunguna — árleg
fundarathöfn í þá daga — og önnur um þjóðlegai 'ð,
runnin undan rifjum Sigurðar Guðmundssonar málara,
hér æskustöðvar hans; saumaði Sigurlaug fyrsta hátíðakve.
inginn að beiðni Sigurðar, og er hann enn til.
„Vinnusýningin", sem nefnt er hér að framan, að haldin h.
verið 22. júlí 1871 er fyrsta iðnsýning, sem fram hefur farið i
Skagafirði, þótt hljótt hafi verið um hana til þessa. Nú er hafizt
handa um fjársöfnun til kaupa á prjónavél. Sóttist róðurinn seint,
en þegar kemur fram á árið 1875, vantar aðeins herzlumuninn.
Þá ákveður „kvenfélagið í Hegranesi" að halda hlutaveltu á Sauð-
árkróki til að ná inn því, sem enn vantaði á, og bar það góðan ár-
angur. Þessi hlutavelta kvenfélagins er líklega fyrsta skemmri-
samkoma, ef svo má segja, sem haldin er á Sauðárkróki. Hluta-
1 Dagsetningin mun vera misrituð, sbr. orðin „22. júlí næstl." á bls. 21.
22