Skagfirðingabók - 01.01.1966, Blaðsíða 59
í GÖNGUSKÖRÐUM
þann, er Gunnar hét.1 Hann var lausamaður, en til heimilis hjá
bróður sínum. Atti hann eitthvað af skepnum og heyjaði handa
þeim á sumrum í samvinnu við bróður sinn. Vor og haust stundað!
hann sjóróðra á Reykjaströnd, en á Suðurnesjum á vetrum, og hirti
Hafliði skepnur hans með sínum.
Veturinn 1859 hafa sennilega farið bréf á milli þeirra bræðra
um það, að Gunnar hafi sér konu festa, sem hann býst við að koma
með norður um vorið, og óskar eftir að fá ábúð á hálfri jörðinni.
Hefur þetta sjálfsagt orðið að samkomulagi, því þetta vor, 1859,
er Gunnar talinn taka við búsforráðum í Skálarhnjúk, og bjó
hann þar í 44 ár eða til 1903, fyrstu 3 árin í tvíbýli með bróður
sínum, en Hafliði dó 1862.
Kona Gunnars hét Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, ættuð úr Kefla-
vík syðra eða þar úr nágrenninu.
Ekkert kann ég að segja frá fyrri búskaparárum þeirra Skálar-
hnjúkshjóna, en um 1880 fluttust foreldrar mínir í Skörðin, og
kynntist ég þá og þar eftir Skálarhnjúksfólki bæði af sögusögn
og eigin raun.
Gunnar Hafliðason var mikill maður vexti, bæði hár og þrek-
inn, en fremur stirðlega vaxinn, hæglátur og dagfarsprúður, sein-
mæltur og fastmæltur. Talinn var hann kraftamaður, og mun svo
hafa verið, en hefur ef til vill sjaldan sézt taka á því. Mjög var
hann velvirkur og hagur vel, einkum á járn.
Ingibjörg kona hans var hið mesta snoturkvendi, sennilega verið
fríð á yngri árum; mjög létt í öllum hreyfingum og sýnilega ör-
lynd í orðum og athöfnum; nokkuð orðhvöt, og lá hátt rómur, og
nokkuð fljótmælt. Sögðu gárungarnir, að henni yrði þá stundum
mismæli. Talin var hún vel greind, og um það heyrði ég talað, að
hún kynni að tala dönsku, hefði lært það í Keflavík, því systir
hennar var að sögn gift dönskum kaupmanni þar.
Þau Skálarhnjúkshjón eignuðust 7 börn, sem úr æsku komust.
1. Guðríður; fluttist fullorðin suður á land. 2. Hafliði, er síðar
1 Magnús var og einn bróðirinn, ráðsmaður hjá Margréti Jónsdóttur í
Kirkjubæ i Norðurárdal, ekkju Guðmundar, föður þeirra Nordalsbræðra.
Hann þótti merkismaður.
57