Skagfirðingabók - 01.01.1966, Blaðsíða 170
SKAGFIRÐI N GABÓK
Miklu indælla meyja rómi
(maklegt er samt að hrósa þeim)
finnst mér, er syngja fögrum hljómi
fuglar um himins víðan geim.
Nokkrir þeirra svo lipurt leika
lítillar tungu nótur á,
að músíköntiim mundi skeika,
mæla nær ætti sig við þá.
Varðstjórastarfið jók mjög hróður Sigvalda, og ekki spillti skáld-
skaparíþróttin. Grunaðar kindur höfðu varðmenn í strangri vörzlu
hjá kofum sínum, unz þeim varð komið til byggða til slátrunar.
Sigvaldi orti þá stundum erfiljóð um fangana. Hér er vísa um
fjallafrenju, sem dæmd var til dauða:
Nú er Kolla burtu borin,
bundin hér sem var,
send til byggða, seld og skorin,
soðin og étin þar.
Kristleifur Þorsteinsson á Stóra-Kroppi minnist skagfirzku varð-
mannanna. Honum farast meðal annars svo orð: „Sigvaldi Jónsson
skáld var þeirra nafnkenndastur. Hann var, sem kunnugt er, Skag-
firðingur, þá nokkuð við aldur. Hann var meðalmaður á hæð.
nokkuð grannur, grannleitur og toginleitur með dökkleitt alskegg,
augun nokkuð stór, grá að lit og lágu utarlega. Sköllóttur var hann
þá orðinn, en hafði gervihár (hárkollu). Hann var örlyndur og til-
finningaríkur og hafði til að vera óbilgjarn við andstæðinga sína.
En þegar engin deilumál voru á dagskrá og hann mátti ráða um-
talsefni, var hann kátur og framúrskarandi skemmtinn. Var hann
fyndinn og orðheppinn, eins og ýmsar tækifærisvísur hans bera með
sér."1
1 Sjá ennfremur grein um varðmennsku Sigvalda í Lesbók Morgunblaðs-
ins 1940 og Blöndu VI. b.
168