Skagfirðingabók - 01.01.1966, Blaðsíða 58
SKAGFIRÐINGABÓK
Skammt utar og vestan ár stóðu Breiðsstaðir, talið gott kot. Fór
í eyði 1923. Enn norðar og vestar var Heiðarsel, og var þar búið
af og til allt fram til ársins 1934.
Um dal þennan lá aðal ferðamannaleið á fyrri tíðum og liggur
enn; fyrst og fremst allra Skagfirðinga, sem þá verzluðu í Höfða-
kaupstað, og allra er sóttu rekavið á Skaga. Vegurinn lá upp með
svonefndri Hraksíðuá sunnan við Skarð og mjög hátt í fjallshlíð-
inni ofan við bæina Veðramót og Heiði. Hétu það Hróarsgötur.
Þar er víða allbratt, en vegur þó sæmilegur. Forn munnmæli
herma, að götur þessar séu kenndar við Hróar þann, er bjó að Hró-
arsdal í Hegranesi. En það er önnur saga.
Þegar komið var út á móti Heiðarseli, lá vegurinn út á svonefnd-
ar Lambáreyrar. Þar skiptist leiðin, og lá vegurinn vestur upp hjá
Heiðarseli, vestur yfir svonefnt Kolugafjall og svo til Norðurár-
dals. Hin leiðin lá áfram norður og vestur yfir Laxárdalsheiði ofan
í Laxárdal ytri, svo á Skaga.
Enn er ónefnt eitt býli í Gönguskörðum; stóð það allhátt í öxl-
inni eða tungunni milli Kálfárdals og Heiðardals og hét Mosfell.
Var það gamalt sel eða hjáleiga frá Veðramóti. Það var mesta
rýrðarkot og hefur samkvæmt búendatali Jóns á Reynistað aðeins
verið í byggð um 50 ára skeið, frá 1853 —1899, er það fór í eyði
að fullu.1 En þó mun Theódór Friðriksson rithöfundur hafa verið
þar í kofunum einn vetrartíma eftir það,2
II.
FRÁ SKÁLARHNJÚKSFÓLKI
Árið 1856 býr í Skálarhnjúk í Gönguskörðum Hafliði
Hafliðason og kona hans, Guðríður Pálsdóttir. Bróður átti Hafliði
1 Byggð hélzt að mestu óslitið á Mosfelli frá 1853 og fram yfir aldamótin
1900, en i Jarða- og búendatali eru aðeins „taldir þeir húsráðendur, sem
tíunduðu búpening." Nær sú skrá yfir árin 1856—1899.
2 1902—3, sbr. sjálfsævisögu Theódórs, í verum.
56