Skagfirðingabók - 01.01.1966, Blaðsíða 176
SKAGFIRÐINGABOK
Út af halla mér ég má
— mun það varla saka —
fingra mjalla foldu hjá,
fyrst að allir vaka.
Það var eitt sinn, að verið var að fara í jólaleik, þar sem Sigvaldi
var til heimilis, þá orðinn gamall maður. Er þá sú venjan, að stúlk-
urnar velji sér mann. Þær raða sér upp í herbergi, en biðillinn kem-
ur inn og hneigir sig fyrir þeirri stúlku, sem hann telur hafa kosið
sig. Ef hún hefur valið sér hann, hneigir hún sig, ella klappar hún
hann burt.
Nú gerðu stúlkurnar Sigvalda þær glettur, að þær hryggbruta
hann allar, og hafði hann þó leitað hófanna í báðum kvennaröð-
unum. Þótti honum nú annað uppi á teningnum en áður og kvað:
Rölta má ég raunastig,
reyna báðum megin.
Nú vill engin eiga mig,
en áður var ég þeginn.
Sigvaldi var heimilisvinur í Höfnum á Skaga og kenndi þar
lengi. Eitt sinn sem oftar var hann á leið út í Hafnir, en hitti Árna
bónda, áður en þangað kom. Er þeir kvöddust, biður Árni hann að
„heilsa heim". Sigvaldi skilaði kveðjunni.
Bezt er að skila boðum þeim
og brúka enga hrekki:
Árni biður „heilsa heim",
en hverjum veit ég ekki.
Illgjarnar tungur létu að því hníga, að hér væri til þess höfðað,
að bónda gætist vel að griðkonum sínum.
Bóndi nokkur missti brtmdhrút úr höfuðsótt litlu eftir fengitíma
og taldi sig þegar verða að drepa öll þau lömb, sem undan honum
kæmu. Þá kvað Sigvaldi:
174