Skagfirðingabók - 01.01.1966, Blaðsíða 71
í GÖNGUSKÖRÐUM
Kálfárdals allhátt uppi. Kot þetta var byggt í Veðramótslandi sem
sel eða húsmennskubýli, og hafði Veðramótsbóndinn ráð á því.
Þegar hér var komið, voru niður fallin flest bæjarhús á koti þessu,
svo óhjákvæmilegt var að byggja þau upp. Faðir minn byggði því
að nýju ofurlítinn, snotran bæ: baðstofu ca. 7—8 álna langa og
sennilega 4—5 álna breiða, og svo sinn kofann hvoru megin bað-
stofudyra, ósköp litla að gólffleti. Var annar eldhús, en hinn búr.
Fram á milli kofanna mynduðust þá göng til útidyra, sem voru
með ofurlitlu þili burstmynduðu. Gamall kofi stóð norðan við
bæinn, sem hafður var fyrir geymsluhús og nefndur skemma.
Veðramótsbóndinn hefur víst lagt til trjávið í bæinn, að einhverju
eða öllu leyti — um það er ég ófróður.
Auðvitað var moldargólf í baðstofunni, og engar þiljur voru
þar, nema eitthvað af gömlum fjölum ofan við rúmin, en uppreftið
mun hafa verið sæmilegt og hrístróð á, og mér fannst bærinn ofboð
snotur og jafnvel fallegur í mínum barnsaugum, ólíkt betri en hálf-
fallnir kofarnir í Selhólum. Annað hafði ég varla til samanburðar,
því þó ég hefði verið um tíma með móður minni í Kálfárdal, með-
an á byggingunni stóð, þá þorði ég ekki að líta í kringum mig þar
fyrir feimni og hræðslu við allt og alla.
Bústofn foreldra minna var svo undur lítill, að manni hrýs nú
hugur við að hugsa sér að búa við slíka örbirgð. Engin kýr, 10—12
ær og tvö hross. Um leiguna á kotinu veit ég ekkert, en með kof-
unum fylgdi túnkragi, sem sennilega hefur sem mest fóðrað eina
kú, og svo einhverjar engjaberjur. Þarna er fremur lítið um engja-
land, en snapasamt er þar víst á vetrum, því mjög er vindasamt
þarna í öxlinni, og rífur því þaðan snjó.
Þá bjó á Veðramóti bóndi sá, er Jón hét Jónsson, ættaður úr
Vatnsdal. Hann var þá ógiftur og bjó með ráðskonu. Hann var vel
efnum búinn. Greindur var hann víst, góðlyndur, hæggerður og bú-
hygginn, dálítið barnalegur stundum. Hann hafði farið til Skot-
lands og komið þaðan með kynbótahrút, stóran, dökkkollóttan,
rófulangan, togstuttan, en ullin þykk og þelbólgin. Var hann ætt-
faðir svonefnds Veðramótsfjár. Var það vænt til frálags og ullin
mjúk og fín. Kostir fjárkyns þessa úrkynjuðust svo með tímanum,
69