Skagfirðingabók - 01.01.1966, Blaðsíða 103
ÚR SYRPUM JÓNS FRÁ ÞANGSKÁLA
og dugandi sjómaður, fimleikamaður og hraustur. Dragið á kjöln-
um hafði verið laust frá á miðjum kili skipsins. Tókst Pétri að ná
handfestu undir dragið og sveigja það til, svo hann kom hendinni
á milli dragsins og kjalarins. Hann sat svo klofvega á kjölnum, hélt
höndum undir dragið og hjálpaði félaga sínum til að ná góðri festu
á kjölnum.
Einn af þessum sex var Guðmundur, sonur Guðmundar í As-
hildarholti, Jónssonar sterka á Hryggjum. Guðmundur var með
allra hraustustu mönnum á þeim tíma. Hann flæktist innan í skip-
inu, seglið lagðist utan um hann. Um síðir skolaði honum út und-
an borðstokknum. Greip hann þá heltökum í röng innan við borð-
stokkinn, svo hann var allur í sjó, en hafði aðeins loft, þegar loft
var innan í skipinu við öldugjálfur og hristing.
Nú fór skipið að reka undan vindi. Þegar þeir, sem voru á kjöln-
um, sáu Daðastaði rálægjast á landi, fóru þeir að hljóða og kalla á
hjálp, eins og þeir höfðu hljóðin til. Olafur Gíslason bjó þá á Daða-
stöðum, sagður grunnhygginr. og sérkennilegur. Yngsti sonur hans,
Sigurður, vakti yfir túninu. Þegar hann heyrði hljóðin, stökk hann
undir eins inn, vakti föður sinn og sagði, að menn á skipi hljóðuðu
svo ósköp mikið. Ólafur sagði, að þetta væru drykkjulæti eins og
vant væri, það væri venja þeirra að öskra eins og þeir væru vitlaus-
ir. Drengurinn var svo ungur, að hann bar ekki skyn á það, hvort
skipið væri á réttum kili.
Svona rak skipið með þessa þrjá norður undir Ingveldarstaða-
hólma. Þá var komið fram um rismál, og var sólbjart veður og hlýtt.
Menn frá Ingveldarstöðum björguðu þeim. Þeir ætluðu aldrei að
geta losað hendurnar á Guðmundi af rönginni. Hann var þá orð-
inn meðvitundarlaus, en fvrir áhrif morgunsólarinnar vitkaðist
hann og var studdur af tveimur mönnum heim til bæjar.
(Skrifað eftir sögn Guðmundar sjálfs, sem var mörg ár heimilis-
maður hjá foreldrum mínum; einnig eftir Ingveldarstaðamönn-
um, sem björguðu þeim; eins eftir sögn Sigurðar Olafssonar, sem
vakti yfir vellinum umrædda nótt. Hann var vinnupiltur hjá for-
eldrum mínum í nokkur ár).
101