Skagfirðingabók - 01.01.1966, Blaðsíða 131
FLJÓT
En hvernig er þessi stóri og einkennilegi hólmi — Stakkgarðs-
hólminn — í Miklavatni til orðinn?
Eins og áður er sagt, þá mun ísaldarruðningurinn úr Austur-
fljótunum hafa myndað garð eða hrygg neðansjávar æðilangt frá
landi eins og það er nú. Þess er einnig fyrr getið, að Haganesið
mun hafa náð miklu lengra í norður fyrrum, og hefir þá landið,
eða að því er þetta mál snertir Hraunamölin, verið miklu norðar en
nú. I sambandi við þetta má geta þess, að þjóðsaga eða forn sögn
er til um einhverjar grynningar, sem hafi einhvern tíma endur fyrir
löngu verið fyrir landi í Fljótum. Þessar grynningar voru nefndar
Fljótaboði, og fylgir það sögunni, að margir sjófarendur hafi farizt
á boða þessum. Hvað svo sem hæft er í þessari sögn, þá bendir hún
til þess, að einhverjar neðansjávargrynningar hafi verið á þessum
slóðum, og gæti hugsazt, að þær hafi náð frá Haganesborginni, þar
sem hún náði lengst í norður í fyrndinni, og þvert austur yfir í
innri barm Hauðnuvíkurgígsins, sem fyrr er nefndur, en síðan hafi
ruðningsgarðurinn færzt innar og innar undan hafís og brimum.
Og víst er það, að Hraunamöl hefir flutzt marga metra inn í Mikla-
vatn á s. 1. 60 árum.
Eg get ekki gjört mér aðra grein fyrir myndun Stakkgarðshólm-
ans en þá, að einhvern tíma á ísöld hafi ísstraumurinn úr Flóka-
dalnum runnið yfir Haganesið norðanvert og skipt því í tvennt.
Eru þar nú flóar og mómýrar. Hefir Elókadalsstraumurinn flutt
með sér mikið af ruðningi. Þegar straumurinn var kominn æði kipp
austur fyrir Haganesið, hefir hann rekið sig á strauminn úr Aust-
urfljótunum og Sauðdalnum, sem báðir hafa líka borið með sér
mikinn ruðning. Þegar svo þessum ruðningum lenti saman, hafa
þeir hrúgazt upp og orðið að hinum núverandi Stakkgarðshólma.
Seleyrin, sem áður er nefnd, og sömuleiðis Djúphólminn og tang-
arnir austur og vestur úr Stakkgarðshólmanum, bendir allt í þessa
sömu átt, nefnilega til Flókadalsstraumsins.
9
129