Skagfirðingabók - 01.01.1966, Blaðsíða 48
SKAGFIRÐINGABÓK
hún uni illa þessum málalokum, en samþykkir jafnframt að hvika
hvergi frá settu marki.
Arið 1902 kemur kvennaskólamálið enn til umræðu í Skagafirði,
og gerði sýslunefnd svofelldar ályktanir:
„1. Sýslunefndin neitaði að greiða mætti kvennaskólanum á
Blönduósi þær 150 kr., er hún í fyrra hafði veitt kvennaskólanum
á Ytriey með því ófrávíkjanlega skilyrði, að skólinn væri ei þaðan
fluttur.
2. Sýslunefndin felldi með öllum atkvæðum beiðni stjórnar-
nefndar kvennaskólans á Blönduósi um 300 kr. styrk til skóla
þessa.
3. Sýslunefndin lýsir því yfir, að hún sé því hlynnt, að einn sam-
eiginlegur kvennaskóli fyrir allt Norðurland komist á og fús til að
leggja fram tiltölulegan styrk til slíks skóla, jafnvel þótt hann
kæmi til að standa ý Blönduósi.
4. Ennfremur samþykkir nefndin að kjósa þriggja manna nefnd
til þess, ef útlit væri til þess, að sýslurnar í norðuramtinu gætu sam-
einað sig um einn kvennaskóla, þá, ásamt fulltrúum annarra sýslna
að mæta á fundi, sem væntanlega yrði haldinn í þeim tilgangi að
ráða slíku kvennaskóla-sameiningarmáli til lykta..
Sýslunefnd Húnvetninga lýsir nú yfir, að hún sé hlynnt sameig-
inlegum kvennaskóla allra sýslnanna, en það verði þá „hinn ný-
byggði kvennaskóli á Blönduósi." Síðan skipa sýslurnar nefndir,
en sýslunefnd Eyfirðinga hafði þá fengið nóg af öllu þófinu og
vildi ekki sinna málinu. Ut af þessu varð nokkur kurr meðal Hún-
vetninga innbyrðis, því að ýmsum ofbauð kostnaðurinn við hinn
nýja skóla. Varð ötulasti baráttumaður kvennaskólamálsins í Húna-
þingi allt frá fyrstu tíð að víkja úr nefndinni, Björn á Kornsá.
Á sýslufundi Skagfirðinga árið 1904 lagði oddviti fram „bréf
viðvíkjandi skóla þessum, ódagsett og óundirritað, en fer fram á
200 kr. styrk til kvennaskólans á Blönduósi, úr sýslusjóði Skaga-
fjarðarsýslu." Þessarar beiðni finnst ekki getið í sýslufundargjörð
Húnvetninga, og er óvíst, hvernig hún er til komin, en sennilega
hefur hún verið frá skólanefnd. Sýslunefndarmenn afgreiddu hana
svo:
46