Skagfirðingabók - 01.01.1966, Blaðsíða 72
SKAGFIRÐIN GABÓK
sjálfsagt vegna þess að öllu var blandað saman skipulagslaust. En
engar pestir fluttust hingað með hrút þessum. Hann varð gamall
— og heilsugóður til endaloka.
Ég hef lengst af ævinnar verið minnislítill og man því furðu fátt
frá þessum æskuárum mínum á Mosfelli. Ég var víst snemma ein-
rænn, mannfælinn og sérvitur, enda átti ég engin leiksystkini, en
dundaði lengst af einn og lék við sjálfan mig og köttinn, sem mér
þótti mjög vænt um, og elti hann mig jafnan. Að blómum og jurt-
um þótti mér mjög gaman, safnaði þeim í stórar hrúgur og flokk-
aði eftir lit og lögun. Móðir mín þekkti nöfn á allmörgum blóm-
jurtum, og lærði ég þau nöfn á svipstundu og var óþreytandi að
spyrja. En svo var feimnin og mannfælnin rík í mér á þessum ár-
um, að ef ég sá afbæjarfólk koma, fór ég í felur og lá þar, þangað
til gesturinn var farinn. Einstöku menn voru þó undantekning
þessa, t. d. Þorlákur í Selhólum og Sigurður bóndi Jéinsson á Breiðs-
stöðum. Sigurður var maður ógiftur, bjó með móður sinni, sem var
ekkja, og systkinum sínum. Það fólk fluttist síðar allt til Ameríku.
I sambandi við mannfælni mína er mér eitt atvik minnisstætt:
Presturinn, sem þjónaði Fagraness- og Sjávarborgarsóknum, hét
Tómas Þorsteinsson. Um þetta leyti var að byrja að rísa upp byggð
á Sauðárkróki, og séra Tómas, sem orðinn var aldraður maður, kom
sér upp húskofa og hafðist þar við, en Ieigði Fagranes, sem var
prestssetrið. Sonur Tómasar var Lárus bóksali á Siglufirði, faðir
Inga tónskálds.
Ekki mun séra Tómas hafa húsvitjað í kotunum þarna í Skörð-
unum á hverju ári, því ég man ekki eftir, að hann kæmi að Mosfelli
utan einu sinni. Jæja! einu sinni kom hann, og þá stóð svo illa á, að
ég vissi ekkert umkomu hans, fyrr en faðir minn er á Ieið með hann
inn í baðstofukytruna. Gömul kona, sem Sigríður hét Diðriks-
dóttir, var í húsmennsku hjá foreldrum mínum þetta ár og hin
næstu; hún var mér mjög góð og eftirlát. Nú sat hún á rúmi sínu
°S prjónaði. Ég heyri, að prestur er á leið inn göngin, og sé, að nú
eru góð ráð dýr. A einu augabragði ríf ég prjónana úr höndum Sig-
ríðar, stekk upp í kjöltu hennar, læsi höndunum utan um hana, legg
aftur augun og grúfi mig við brjóst hennar. Prestur sezt nú inn á
70