Skagfirðingabók - 01.01.1966, Blaðsíða 76

Skagfirðingabók - 01.01.1966, Blaðsíða 76
SKAGFIRÐINGABÓK Það er skrýtið, að ég get ekki minnzt þess, að ærnar væru tví- lembdar; ef svo hefði verið, hefði eflaust verið lítið um aukamjólk úr þeim. En til þess að gefa þessi búdrýgindi af sér, þurftu þær að vera vel fóðraðar og vel hirtar. Faðir minn var ætíð heybirgur og hugsaði vel um kindur sínar. Eitthvað fékk hann víst af leiguám, svo ég held, að þetta þriðja ár hans á Mosfelli hafi ærnar verið 20 eða rúmt það, en þriðjungurinn leiguær. Eins og áður hefur verið sagt, var broddmjólkin úr ánum blönd- uð ofurlitlu af vatni og svo búnar til úr henni ábrystir. Og því gleymi ég aldrei, hvert hnossgæti mér þóttu sauðaábrystir. Stafar það sennilega með fram af því, að ég hafi stundum verið svangur. Svo var stíað, og þá óx mjólkin, svo hægt var að hafa ögn út á grasagrautinn, ef graut skyldi kalla. Þegar búið var að færa frá og farið var að mjólka ærnar reglu- lega tvisvar á dag, batnaði í búi. Þá kom skyr og smjör, og þá fannst víst litlum krökkum allt leika í lyndi. En þó var galli á þeim gæð- um, eins og flestum öðrum: það þurfti að passa blessaðar ærnar, sem oft var kaldsamt og leiðinlegt í þokum og fúlviðrum. Raunar mæddi það lítið á mér, því ég var hálfónýtur til alls, kulsamur, kjarklítill og líklega latur. Eitthvað átti ég samt við hjásetu tíma og tíma eftir að ég stálpaðist, en þótti leiðinlegt. En mér þótti vænt um ærnar vegna mjólkurinnar, sem mér þótti svo undur góð. Aftur á móti var ég ákaflega hræddur við kýr og taldi villidýr, enda hafði ég lítið gott af þeim að segja. Ef svo bar við eftir að ég stálpaðist, að ég kom á bæina í kring og var gefin kúamjólk, þótti mér hún vond og kastaði henni stundum upp. Og alla ævi hefur mér fundizt kúamjólk hálf slæm og neyti hennar sjaldan nema soðinnar. Ætíð var farið til grasa á vorin, undir eins og snjóa leysti svo, að hægt væri að ná í þau. Fór ég oft í þær ferðir og þótti skemmtilegt. Fjallagrösin voru mikið notuð í graut, brauð og slátur. Eg segi í graut og brauð — en það var nú svo framarlega, að einhver mjöl- matur væri til. Oft var hann víst enginn til, því bæði mun þá hafa verið Iítið um kornvörur í verzlunum á vorin og fyrir lítið að kaupa og erfitt fyrir þá að fá lán, sem fáar áttu skepnurnar. Það entist 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192

x

Skagfirðingabók

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.