Skagfirðingabók - 01.01.1966, Blaðsíða 81
ENN UM HAFLIÐA FRÁ SKÁLARHNJÚK
KRISTMUNDUR BJARNASON
túk saman
Eftir að Hafliði Gunnarsson fluttist til Sauðárkróks, tók
mjög að halla undan fæti fyrir honum, eins og Sigurjón Jónasson
getur um í þætti sínum af Skálarhnjúksfólki. Það var sem hann
hefði að fullu og öllu glatað helft af sjálfum sér. Hann mun hafa
þráð að komast aftur upp í fjöllin, ekki kunnað við sig á mölinni.
Hafliði hafði alla ævi unnið öðrum og reynzt dyggur þjónn, en
þegar hann átti að sjá fyrir heimili, var sem hann kiknaði undir á-
byrgðinni. Hann gerðist tómlátur og seinn að hafa sig til verks, er
stundir liðu fram. Mun nokkru hafa um valdið, að hann átti við
heimilisböl að búa. Samkomulag þeirra hjóna var ekki gott, og
mun hafa verið beggja sök. Lamaði þetta þrek hans. Loks skildu
þau samvistir, og fór Sólveig til Vesturheims með börn þeirra, en
Hafliði sat kyrr. Eftir þann viðskilnað varð hann aldrei samur mað-
ur. Hann eirði hvergi til lengdar, vann í skorpum hér og þar, en
tók sig skyndilega upp og hóf leit — þrotlausa leit — að því, sem
hann hafði glatað á lífsgöngu sinni. Hann var þreyttur og mæddur,
þessi stóri og sterki maður. Fáir vissu í hugann. Hann byrgði harm
sinn í hljóði.
Komið er fram á árið 1904. Um vorið hefur verið skipað í
kláðavörð á fjöllum frammi. Á öræfum upp af Skagafjarðardölum
annast þeir Hjálmar Pétursson, bóndi á Breið, og Sigtryggur Frið-
finnsson, bóndi á Giljum, varðgæzlu. Sigtryggur var skipaður á
svonefndar Keldudalsstöðvar. í vörðinn héldu þeir 18. maí, og
völdu þeir sér aðsetur á Hrafnsurðareyri.
Sigtryggur mun hafa haldið dagbækur um áratugaskeið, og að
79