Skagfirðingabók - 01.01.1966, Blaðsíða 70
SKAGFIRÐINGABÓK
frá Vatnskoti í Hegranesi, bóndadóttir þar. Þau hjón áttu ekki
börn. Þessi formannsvísa er um Þorlák:
Hellulandi Láki frá
lýsu bandið snýr út á,
þó grenjandi gjálp ósmá
gjöri landið vaða’ upp á.
Sá háttur var á um þessar mundir, að efnabændur á Reykja-
strönd höfðu ítök í Selhólum, þannig að þeir sendu fólk sitt þang-
að til heyskapar einhvern tíma, því engjalítið er víða á Reykja-
strönd. Fór svo fólkið heim aftur, er heyin höfðu verið hirt inn.
Seint á haustin ráku þeir svo sauðfé á heyin, og hirtu heimamenn
það yfir veturinn fyrir eitthvert lítils háttar gjald, sem greitt var
í fiskmeti, lýsi o. fl. Þessir Reykstrendingar áttu fjárhús í Selhólum,
sem þeir höfðu byggt þar. Þorleifur Jónsson, bóndi á Reykjum,
átti þarna 50—60 kinda hús og Stefán Bjarnason á Ingveldarstöð-
um annað minna.
Þetta fyrsta sumar var faðir minn í kaupavinnu hjá Þorleifi á
Reykjum, meðan hann lét heyja í Selhólum, og tók svo að sér að
hirða fé hans um veturinn, en Þorlákur hirti fé fyrir Stefán á Ing-
veldarstöðum. Þetta sumar var móðir mín að mestu kaupakona í
Kálfárdal. Þar bjó þá Ingimundur Þiðriksson. Hann fór síðar til
Ameríku.
Foreldrar mínir voru tvö ár í Selhólum, og mun hið síðara árið
hafa gengið líkt tii með atvinnuhætti sem hið fyrra sumarið.
Haust og vor var faðir minn í vinnu afbæ, einkum við húsbygg-
ingar og garðahleðslu. Var hann eftirsóttur hleðslumaður og var
fenginn víða að til þeirra starfa. Kaup hefur hann sennilega fengið
greitt aðallega með matbjörg, því lítið var um peninga.
Bróðir minn, sem áður er á minnzt og Gunnar heitir, fór í dvöl
út á Reykjaströnd; átti hann að vinna fyrir mat, þá 10 ára.
Árið 1881 tók faðir minn á leigu kotið Mosfell, sem stendur,
eins og áður er sagt, í tungunni eða öxlinni milli Heiðardals og
68