Skagfirðingabók - 01.01.1966, Blaðsíða 163
FLJOT
Engan dóm ætla ég að leggja á þessa presta, en misjafnir hafa
þeir verið, og er það eðlilegt, því að „frá stafni til stafns finnst ekki
svanur svani jafn né hrafni hrafn." Eiga þessi viturlegu orð skálds-
ins heima eigi síður um presta en annað í náttúrunnar ríki.
Kringum árið 1880 var stofnaður sjóður, sem hét „Ekknasjóður
sjódrukknaðra manna í Siglufirði og Fljótum." Var hann sameigin-
legur fyrir báðar sveitirnar þangað til 1916—1917. Þá var sjóðn-
um skipt, og fengu Fljótamenn sinn hluta útborgaðan. Með þessu
fé — aðallega — var stofnaður sparisjóður og nefndur „Sparisjóð-
ur Fljótamanna." Er sjóður sá enn við lýði, en þó sennilega á fall-
anda fæti, að minnsta kosti sem stendur, bæði vegna vanskila og
ógreiðrar innheimtu og eins vegna hins, að Fljótamenn sjálfir hafa
lítið viljað að honum hlynna — margir, sem helzt höfðu þó bein í
hendi til þess.
Þess má enn geta varðandi sparisjóðinn, að þegar Sparisjóður
Siglufjarðar var stofnaður, voru Fljótamenn með Siglfirðingum í
því fyrirtæki, og voru fjórir stofnendurnir úr Fljótum. Þeir voru:
Einar B. Guðmundsson á Hraunum, Sr. Tómas Björnsson á Barði,
Sveinn Sveinsson í Haganesi og Arni Þorleifsson á Yzta-Mói. Og
þangað til sjóðnum var skipt, voru alltaf 3—4 úr Fljótum í stjórn
sparisjóðsins og ábyrgðarmenn hans ásamt Siglfirðingum.
Þá hafa Holtshreppingar á s. 1. ári myndað félagsskap með sér
og keypt spunavél, hvernig svo sem þeim félagsskap reiðir af.
A flestum bæjum eru kerrur, að minnsta kosti í Holtshreppi, og
nokkuð víða grindakerrur, og víða eru sláttuvélar.
Fyrir nokkrum árum var póstafgreiðsla sett í Haganesvík. Bréf-
hirðingastaðir eru Tunga í Stíflu og Hraun. A Hraunum hefir verið
bréfhirðing síðan landpóstar fóru fyrst að ganga frá Víðimýri til
Siglufjarðar.
Enn má geta þess, að 1910— 11 var lagður sími frá Sauðárkróki
til Siglufjarðar, og var símastöð þá í nokkur ár aðeins ein í Fljótun-
um — í Haganesvík. 1918 var sími lagður frá Akureyri til Siglu-
f jarðar í gegnum Olafsf jörð. Þá var opnuð símastöð á Hraunum og
önnur á Þrasastöðum. Fyrir fáeinum árum var opnuð símastöð á
Brúnastöðum. Stöðin í Haganesvík eða í Haganesi, þar sem hún
n
161