Skagfirðingabók - 01.01.1966, Blaðsíða 49
KVEN NASKOLIN N
„í tilefni af hinu framlagða bréfi, tekur sýslunefndin fram, að
það sé ástæðulaus aðdróttun, að sýslunefnd Skagafjarðarsýslu eða
Skagfirðingar beri óvildarhug til kvennaskólans á Blönduósi, en
þar sem sýslunefndin var algerlega ofuriiði borin um umráð yfir
skólanum á Ytriey, álítur hún sig ekki hafa frekari veg né vanda
en aðrar sýslur í norðuramtinu af Blönduósskóla. Hins vegar lýsir
nefndin því yfir, að hún sé enn sem fyrr hlynnt og muni að sínum
hluta styrkja sameiginlegan kvennaskóla fyrir Norðurland. — Að
því er snertir þá ósk, að veittar séu (svo) 200 kr. styrkur til
kvennaskólans á Blönduósi, þá finnur sýslunefndin ekki ástæðu til
að verða við þeirri styrkbeiðni, þar eð skólinn, samkvæmt fram-
lögðum reikningi, virðist ekki þurfa á styrk þessum að halda að svo
stöddu."
Þannig lauk kvennaskólamálunum eftir nær aldarfjórðungsþóf.
Eyfirzki skólinn var í andarslitrunum, skólanefnd hans leitaði á
náðir Skagfirðinga árið 1905 um sameiginlegan kvennaskóla fyrir
báðar sýslurnar, þótt ekki vildu þeir þiggja tilboð Húnvetninga og
Skagfirðinga nokkru áður, en Skagfirðingar höfnuðu tillögunni
Eyfirzki skólinn var síðan endurreistur að þrem áratugum liðnum
(1937) á sínum gamla stað. Hólaskóli var gerður að ríkisskóla um
þessar mundir, svo að Skagfirðingar áttu engan héraðsskóla um
sinn. Húnvetningar stóðu með pálmann í höndunum, Blönduós-
skóli starfar enn og nýtur trausts og virðingar.
Þetta gamla og mikla hitamál sýslnanna og alls almennings er
nú flestum gleymt, — til vitnis um þrjátíu ára stríðið, sem háð var
vcgna uppfræðslu kvenna, geymast nokkur gulnuð blöð.
Helztu heimildir:
Lbs. 3520, 4to; ministerialbók Rípurprestakalls; Prestaævir Sig-
hvats Borgfirðings; dagbækur Olafs Sigurðssonar í Ási (í HS.);
Norðanfari og Þjóðólfur; fundargjörðir skagfirzka kvennaskól-
an (í einkaeign); Stjórnartíðindi; Skjalasafn landshöfðingja
(skólamál drin 1877—1882); Kvennaskóli Húnvetninga 1879
—1939, Rvík 1939; Kvennaskólinn á Laugalandi 1877—1896,
Ak. 1954; Sýslufundargjörðir Skagafjarðarsýslu og Húnavatns-
sýslu; Ny Kgl. saml. Utg. 141, 4to.
47