Skagfirðingabók - 01.01.1966, Blaðsíða 74
SKAGFIRÐINGABÓK
rúm foreldra minna, og taka þeir tal saman, faðir minn og hann,
fyrst svona almennt um daginn og veginn, sem nú er kallað, og svo
um heiti og aldur fólksins. Ég heyrði þetta allt og bjóst nú við öllu
því versta, því ég hafði heyrt, að prestar yfirheyrðu börnin, létu
þau lesa á bók og hafa yfir „Faðir vor" og bænir. Að síðustu spyr
prestur, hvort litli drengurinn sé lasinn. Sigríður gamla verður
fyrir svörum og segir, að hann eigi vanda fyrir slæman hlustarverk
(sem rétt var) og hafi fengið eitt kastið núna rétt áðan. „Nújæja!"
segir prestur, „það er þá líklega bezt að vera ekkert að ónáða hann."
Faðir minn segir þá, að ég sé orðinn allvel læs og farinn að draga til
stafs, og sýnir presti skriftina, sem ekki mun hafa verið sérlega
fögur. Með það féll þetta tal niður, og ég sofnaði við brjóst gömlu
konunnar; vaknaði ekki fyrr en prestur var farinn og þóttist vel
hafa sloppið. En eitthvað var mér víst strítt á þessu síðar, og þess
vegna hefur það sennilega festst í minni mínu. Og ákaflega var ég
þakklátur Sigríði gömlu.
Oðru smáatviki man ég eftir frá þessum bernskuárum mínum á
Mosfelli, sem nú skal frá sagt.
Það hefur sjálfsagt verið annað vorið, sem við vorum í kotinu, að
Jón bóndi á Veðramóti lét pilta sína smala sauðfé, líklega til að ná
saman lömbum til mörkunar. Gunnar bróðir minn, sem var heima
þetta ár, fór líka í smalamennskuna, því kindur föður míns voru
saman við Veðramótsféð. Féð átti að reka inn á Mosfelli, því þar
átti Veðramótsbóndinn stórt fjárhús. Mig hefur víst langað til að
fara með bróður mínum í smalamennskuna, en fékk það ekki, því
alllangt þurfti að fara. En er leið að því, að von væri á smalamönn-
unum, fékk ég leyfi til að fara á móti þeim, þó með því skilyrði, að
ég færi ekki lengra en á tiltekinn hól, sem faðir minn nefndi og
sýndi mér. Lofaði ég því statt og stöðugt. Rölti ég nú af stað. Þegar
á hólinn kom, sá ég ekkert til piltanna, en f járhópar voru að koma
í fjallshlíðina. Settist ég því niður og beið. En biðin varð alllöng,
og fyrr en varði var ég steinsofnaður.
Um sama leyti og ég fór heiman að, hafði Jón bóndi á Veðra-
móti einnig lagt af stað heiman frá sér til að vera við innreksturinn.
Hélt hann lengra upp í fjallshlíðina, mætti þar smalamönnum og
72