Skagfirðingabók - 01.01.1966, Blaðsíða 30
SKAGFIRÐINGABÓK
hluta dagsins skal varið til kennslu í hannyrðum eða handavinnu."
Síðar segir: „Miðdegisverður skal vera kl. 2—3, en kvöldverður
kl. 7—8. Tíminn eftir kl. 8 skal einkum notast til undirbúnings
undir hina munnlegu tilsögn næsta dag eða þá bóklesturs.
Kennslustúlkurnar skulu til skiptis, sína vikuna hver, annast
matreiðslu fyrir skólann, þvo upp og taka til í kennslustofunni og
svefnherbergjum. Sú, sem slíkt starf hefur á hendi, skal í hvert
sinn hafa lokið morgunverkum sínum fyrir kl. 9, svo að hún geti
verið með í hinni munnlegu tilsögn og taki síðar þátt í hannyrða-
kennslunni, sem hún fær við komið frá matarstörfum. Hver
kennslustúlka skal að öðru leyti sjálf búa um rúm sitt, jafnskjótt
og hún er klædd, hirða föt sín og vandlega gæta muna sinna, svo
sem að halda bókum sínum, ritföngum og vinnuefni í reglu."
Skólanefndin réð að skólanum Andreu Jónu Sigurðardóttur frá
Nesi í Höfðahverfi. Foreldrar hennar voru Sigurður bóndi Jóns-
son í Möðrudal og kona hans Ástríður Vernharðsdóttir, prests á
Skinnastað. Hún var gift Gunnari Einarssyni, Ásmundssonar í
Nesi. Þar andaðist hún hinn 15. febrúar 1880.
Jóna stjórnaði skólanum og er því fyrsta skólastýra við opin-
beran skóla í héraðinu og fyrsta kennslukona önnur en Sigurlaug
í Ási, sem einnig kenndi við skólann. Jóna hafði dvalizt við nám
í Kaupmannahöfn veturinn 1876—1877.
Meðan þessu fer fram í Skagafirði, eru Eyfirðingar sem óðast að
efna upp á kvennaskóla undir forustu Eggerts Gunnarssonar.
Komst sá skóli á stofn sama haust og skagfirzki kvennaskólinn.
Var ekki laust við, að nokkurs rígs og keppni gætti þá þegar milli
væntanlegra skóla.
Skólinn í Ási starfaði frá 15. nóvember fyrrnefnt haust til miðs
mai eða þar um bil, en kvennaskólinn að Laugalandi var settur
15. október, og voru í honum átta námsmeyjar. Að vísu segir í
blaðafregnum frá þessum tíma, að skólinn í Ási hafi tekið til
starfa 2. nóvember — þann dag kom Jóna í Ás — en námsmeyjar
komu hins vegar ekki fyrr en 16. s. m.
Ekki skal fullyrt, hve margar námsmeyjar stunduðu nám þennan
28