Skagfirðingabók - 01.01.1966, Blaðsíða 97
STEPHAN G.
Og skagfirzka æskan, sem skemmtir í dag,
vill skrifa í minnisbók þína:
Þakklæti fyrir hvert ljóðalag,
ljúflingasönginn og rammaslag —
þau lyftu undir Ijósþrána mína.
En skamma stund ánægjan verður oss veitt
að vita þig dvelja hjá oss.
En það skal vor huggun, þó hafið sé breitt,
er hljómnum sú vegalengd ekki neitt —
og þínir, þeir munu ná oss.
Og sittu því hress, þó að halli nú af,
í háfjalla skínandi armi.
Þú gnæfir þar einn yfir alþjóða haf
með íslenzka jökulsins hvíta traf
og eilífa eldinn í barmi.
Steingrímur Matthíasson, læknir, var þarna staddur og talaði
næstur. Var ræða hans bráðskemmtileg. Hann sagði meðal ann-
ars: Ég var hálfkvíðinn í gærkveldi, þegar mér var vísað til sæng-
ur í sömu stofu og Stephani. Eg hélt, að hann væri alltaf andvaka
og yrði lítið úr svefni fyrir mér líka. En þetta fór á annan veg.
Stephan sofnaði strax og hraut svo hátt og hressilega, að ég sofnaði
bæði seint og illa. — Þá skaut Stephan inn í ræðuna: Eg er viss
um, að þú svæfir enn, ef ég hefði ekki vakið þig á þennan þjóð-
lega hátt.
Síðastur talaði Hálfdan prófastur Guðjónsson, var það bæði
sköruleg ræða og skemmtileg. Hann byrjaði ræðu sína eitthvað á
þessa leið:
Mig hefur lengi langað til að ná til þessa karls, sem situr þarna
uppi við háborðið. Hann hefur ekki alltaf verið mjúkhendur á okk-
ur prestunum, samanber sendinguna til kollega míns, Lofts prófasts
á Vaðli. Og mig hefur hann einnig grátt leikið. Eg átti t. d. fugls-
unga, sem mér þótti einkar vænt um. Vonaði ég, að hann yxi, yrði
víðfleygur og bæri hróður fóstra síns um víða veröld. En við það
95