Skagfirðingabók - 01.01.1966, Blaðsíða 172
SKAGFIRÐINGABÓK
við íslendingafljót, skammt frá Riverton. — Almenningur kenndi
Sigvalda börn hér og þar, en lítt er mark á því takandi.
Síðasta áratuginn, sem Sigvaldi lifði, ágerðist þunglyndi hans,
einkum eftir drykkju; hafði þó ekki vín mikið um hönd, en drakk
illa, er hann á annað borð neytti þess. Lá hann jafnan rúmfastur
viku til hálfan mánuð eftir slíkr drykkjuslark og þá oftar að heim-
an en heima hjá sér, neytti vart matar, var sárþjáður á líkama og
sál og orti iðrunarsálma. Þannig endurtók sagan sig.
Það var venja Sigvalda að ríða í Stafnsrétt á haustin, en þar þótti
jafnan í sukksamara lagi. Ur réttunum reið hann beinustu leið aust-
ur Kiðaskarð niður að Mælifellsá og lá þar rúmfastur viku til tíu
daga. Hjónin þar voru aldavinir hans, þau Einar Hannesson og Sig-
urlaug Eyjólfsdóttir. Hafði hann kennt börnum þeirra öllum og
bundið við vináttu. Er helft þess, sem sagt er í þætti þessum, haft
eftir dóttur þeirra hjóna, Björgu, síðari konu Hjörleifs prófasts
Einarssonar á Undirfelli. I hennar hlut kom að hjúkra hinum
mædda heimslystarmanni, en hann launaði með ljóðum.
Hér á eftir fer sýnishorn af kveðskap Sigvalda, og Iýsir það hon-
um be2t. Hann ristir hvergi djúpt, er tilfinningaskáld, hraðkvæður.
Þorri þess, sem eftir hann Iiggur, er dægurflugur. Hann hafði sér-
stöðu meðal skagfirzkra alþýðuskálda um sína daga. Honum gazt
ekki að kenningamoldviðrinu og lagði ekki fyrir sig að yrkja rímur.
Raunar mun auðsætt, að hann hefur skort þrek til að fást við þá
skáldskapargrein. Yrkisefni hans eru ekki margbrotin. Af kvæðum
ber mest á iðrunar- og trúarljóðum, og snúast þau um sjálfan hann.
Auk þess yrkir hann erfiljóð. En mest ber á vísnagerðinni, heims-
lystarvísum, skamma- og klámvísum, vísum, sem ortar eru um og
við börn, og hvers konar dægurflugum, sem varpað er fram í
gamni.
Sigvaldi virðist ekki hafa orðið kunnur hagyrðingur fyrr en
kringum 1850. Allt til þess tíma ber hann viðurnefnið skytta, en
síðar er hann jafnan nefndur Sigvaldi skáldi eða Sigvaldi Skagfirð-
ingur. Fram undir 1850 voru líka ýmsir hagorðir menn í héraði,
fulltrúar hinnar gömlu ljóðahefðar, og nutu mikillar virðingar, þótt
170