Skagfirðingabók - 01.01.1966, Blaðsíða 185
SIGVALDI SKAGFIRÐINGUR
Þegar Árni var orðinn óðalsbóndi í Höfnum, kom þersi vísa:
Þegar vorsins höstug hret
hrella menn á Skaga,
þrífur Árni korn og ket
að kasta í svanga maga.
Sigvaldi orti sér — og oftast öðrum — til hugarhægðar, gladdi
margan með glensi sínu, og verður því ekki sagt, að hann hafi til
einskis ort. En engu síður er vert að minnast hans sem kennara. Á
því sviði hafði hann meiri reynslu en nokkur annar Skagfirðingur
á 19. öld, og enginn mun hafa staðið honum framar. Hann studdi
marga merkismenn fyrstu sporin á námsbrautinni. Áður er nefnd-
ur Stephan G. og Hafnabræður, en einnig kenndi hann sumum
börnum Eggerts Briems sýslumanns, séra Jóns Sveinssonar á Mæli-
felli og séra Benedikts á Hólum, ennfremur þeim Heiðarbræðrum
Stefáni og Sigurði, Stefánssonum, og heyrt hefur sá, er þetta ritar,
að hann hafi og kennt Einari Kvaran og Jónasi Jónassyni, síðar
presti á Hrafnagili. Mætti svo lengi þylja. Þó er ekki minna um
hitt vert, að fjöldamörgum unglingum, sem aldrei áttu þess kost
að ganga menntaveginn, kenndi hann lestur og þann tjáningar-
hátt, sem tengdur er penna og pappír.
Þegar árin færðust yfir, fékk Sigvaldi þráláta suðu fyrir eyru, og
jafnframt förlaðist honum heyrn. Taldi hann þetta boða sér feigð.
Hann lýsir þessu svo:
Eymd minni get ég ekki lýst:
líkast er því, á strönd ég standi,
steindofinn, öllum fjarverandi,
þar er við sanda báran brýzt,
þar sem að allt er yfrið hljótt,
annað en sjávarhljóðið þunga,
þar sem ríkir hin þögla nótt,
þykkviðris myrkvuð skýjadrunga.
183