Skagfirðingabók - 01.01.1966, Blaðsíða 40
SKAG FIRÐINGABÓK
vetninga í þessu máli var samþykkt „meðal annars að gefa þeim
kost á að eiga jafnan aðgang til hans án þess að taka tiltölulegan
þátt í kostnaði við húsbyggingu, og er aukanefnd þeirri, sem kjörin
er til að semja við Húnvetninga um fyrirkomulag búnaðarskólans,
jafnframt falið að leita samkomulags í kvennaskólamálinu," segir í
sýslufundargjörð.
Þegar til kasta Húnvetninga kom, þótti þeim sem skörin væri
farin að færast upp í bekkinn; Skagfirðingar hugðust hafa tvo
skóla á Hólum í Hjalradal og ætluðust til, að Húnvetningar styrktu
þá báða! Þetta varð þeim brýning til að reyna að reisa eða kaupa
skólahús sem fyrst, ef þess væri nokkur kostur fjárhagslega.
Skagfiiðingar höfðu nú fengið viðinn til skólahússins, en þó
dróst að hefjast handa um að reisa það. Sýslunefnd Skagfirðinga
kom enn saman í byrjun nóvembermánaðar haustið 1882, og var
þar samþykkt uppástunga sýslunefndarmannsins í Viðvíkurhreppi,
„að þar eð aðsóknin til kvennaskólans myndi vegna yfirvofandi
hallæris eigi verða svo mikil í vetur, að samsvaraði kostnaðinum
við skólahaldið, þá væri ráðlegast að spara þann kostnað þetta ár.
En aftur á móti var það álitið sjálfsagt, að sjóði skólans væri komið
á vöxtu og vöxtunum varið til að styrkja skagfirzkar stúlkur til að
sækja aðra innlenda kvennaskóla."
Þessi uppástunga Björns Péturssonar á Hofsstöðum varð ásamt
Öðru skólanum að aldurtila. Sögu hans innan héraðsins var lokið,
þegar einmitt mátti ætla, að tilvera hans væri tryggð.
Víkur nú sögunni aftur vestur í Húnaþing. Um þessar mundir
bjó á Ytriey á Skagaströnd Gunnlaugur Gunnlaugsson, er áður
hafði stundað kennslu í Skagafirði, en staðið þar ásamt fleirum fyrir
leiksýningum og samið fyrsta leikritið, sem leikið var á Sauðár-
króki. Gunnlaugur var nokkur óreiðumaður og stórskuldugur. Bauð
hann jörðina til sölu, en á henni var allstæðilegt timburhús, sem
Arnór sýslumaður Arnason hafði reisa látið árið 1849. Kvennaskóli
Húnvetninga hafði verið á hrakhólum til þessa eins og skagfirzki
skólinn, og efnaminni, þótt ekki væri af miklu að státa hjá Skag-
firðingum. Hafði kvennaskólanefnd Húnvetninga mikinn áhuga
38