Skagfirðingabók - 01.01.1966, Blaðsíða 64
SKAGFIRÐINGABÓK
í skyndi heim að Skálarhnjúk til að fá lánaðan hest. Undrast hann,
þegar hann kemur þar heim eftir, að hann sér ekki Gunnar úti
við, fer heim á hlað og hittir þar húsfreyju, sem er að fara til
mjalta. Spyr hann eftir Gunnari. Segir hún, að hann sé inni og
skuli hann ganga inn til hans. Og svo gerir faðir minn. Þegar
inn kemur, sér hann, að Gunnar situr á rúmi sínu og sverfur skó-
nálar. Faðir minn heilsar honum og spyr, hvort hann sé lasinn.
„Ja nei, nei. Mér fannst bara svo heitt úti, að ég nennti ekki að fara
að slá, enda þurfti ég að koma þessum nálum frá, því ég þarf að
senda þær vesmr í Langadal, ef ferð fellur núna um helgina.”
Faðir minn nefndi þá hestlánið, og var það sjálfsagt. Kvaddi hann
svo og fór leiðar sinnar.
Ingibjörg, kona Gunnars í Skálarhnjúk, hefur vafalaust verið
skörp til allra verka, hún var, eins og áður er að vikið, mjög létt í
öllum hreyfingum og það fram á elliár. Og rómuð var gestrisni
hennar og hjálpsemi við alla, sem þess þurfm. Man ég það, að
ferðamenn þeir, er þarna fóru um og gistu á vetrum, oft illa búnir
og illa til reika, hrósuðu hjálpsemi hennar og fyrirgreiðslu allri,
sem þó hefur sjálfsagt oft verið veitt af litlum efnum og sjaldnast
að neinu launuð. Minnist ég eins atviks, sem sýnir, að smndum
hafi komið nauðleitarmenn að Skálarhnjúk:
Ogift stúlka, húnvetnsk að ætt, kom með skipi frá Akureyri til
Sauðárkróks og kvaðst ætla að ganga vestur yfir fjöll til skyldfólks
síns. Stúlkan var þunguð og því ekki vel fær til gangs. Fékk hún
svo mann á Sauðárkróki til að fylgja sér upp að Skálarhnjúk og
bjóst við að geta fengið Jóhann Gunnarsson til fylgdar vestur yfir
fjöllin, því hún kvaðst þekkja greiðvikni Skálarhnjúksfólks. Þetta
var að haustlagi og snjólaust að mestu.
Segir nú ekki af ferðum þeirra, fyrr en þau komu að Skálar-
hnjúk. Þá er stúlkan orðin allþrekuð og beiðist þar gistingar, sem
henni var heimil, og veitti húsfreyja henni hressingu og alla þá að-
hlynningu, sem hún vildi þiggja. En fylgdarmaðurinn fór til baka,
eftir að hafa þegið góðgerðir.
Þegar leið á nóttina, vekur stúlkan Ingibjörgu húsfreyju og
biður hana aðstoðar, þar sem hún geri ráð fyrir, að hún sé búin að
62