Skagfirðingabók - 01.01.1966, Side 76
SKAGFIRÐINGABÓK
Það er skrýtið, að ég get ekki minnzt þess, að ærnar væru tví-
lembdar; ef svo hefði verið, hefði eflaust verið lítið um aukamjólk
úr þeim. En til þess að gefa þessi búdrýgindi af sér, þurftu þær að
vera vel fóðraðar og vel hirtar. Faðir minn var ætíð heybirgur og
hugsaði vel um kindur sínar. Eitthvað fékk hann víst af leiguám,
svo ég held, að þetta þriðja ár hans á Mosfelli hafi ærnar verið 20
eða rúmt það, en þriðjungurinn leiguær.
Eins og áður hefur verið sagt, var broddmjólkin úr ánum blönd-
uð ofurlitlu af vatni og svo búnar til úr henni ábrystir. Og því
gleymi ég aldrei, hvert hnossgæti mér þóttu sauðaábrystir. Stafar
það sennilega með fram af því, að ég hafi stundum verið svangur.
Svo var stíað, og þá óx mjólkin, svo hægt var að hafa ögn út á
grasagrautinn, ef graut skyldi kalla.
Þegar búið var að færa frá og farið var að mjólka ærnar reglu-
lega tvisvar á dag, batnaði í búi. Þá kom skyr og smjör, og þá fannst
víst litlum krökkum allt leika í lyndi. En þó var galli á þeim gæð-
um, eins og flestum öðrum: það þurfti að passa blessaðar ærnar,
sem oft var kaldsamt og leiðinlegt í þokum og fúlviðrum. Raunar
mæddi það lítið á mér, því ég var hálfónýtur til alls, kulsamur,
kjarklítill og líklega latur. Eitthvað átti ég samt við hjásetu tíma
og tíma eftir að ég stálpaðist, en þótti leiðinlegt. En mér þótti vænt
um ærnar vegna mjólkurinnar, sem mér þótti svo undur góð. Aftur
á móti var ég ákaflega hræddur við kýr og taldi villidýr, enda hafði
ég lítið gott af þeim að segja. Ef svo bar við eftir að ég stálpaðist,
að ég kom á bæina í kring og var gefin kúamjólk, þótti mér hún
vond og kastaði henni stundum upp. Og alla ævi hefur mér fundizt
kúamjólk hálf slæm og neyti hennar sjaldan nema soðinnar.
Ætíð var farið til grasa á vorin, undir eins og snjóa leysti svo, að
hægt væri að ná í þau. Fór ég oft í þær ferðir og þótti skemmtilegt.
Fjallagrösin voru mikið notuð í graut, brauð og slátur. Eg segi í
graut og brauð — en það var nú svo framarlega, að einhver mjöl-
matur væri til. Oft var hann víst enginn til, því bæði mun þá hafa
verið Iítið um kornvörur í verzlunum á vorin og fyrir lítið að kaupa
og erfitt fyrir þá að fá lán, sem fáar áttu skepnurnar. Það entist
74