Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Page 3
051
MÚLAÞING ^
10. HEFTI — 1980
Ritnefnd: Sigurður Óskar Pálsson, Eiðum, Ármann Halldórsson,
Egilsstöðum, Auðun Einarsson, Egilsstöðum.
Útgefandi: Sögufélag Austurlands.
Nesprent — Neskaupstað
Minjnsnín Austurlunds
í eigu minjasafnsins eru nú hátt á annað jtúsund munir, stórir
og smáir, frá fyrri tíðar búskaparháttum og sveitamenningu.
Stærstur hluti Jtessara muna hefur borist safninu á undanföm-
um árum. Enn um sinn eru allir þessir munir í geymslum jtar sem
sýningarhúsnæði er ekki til staðar ennjtá. Á Skriðuklaustri eru í
sérstöku herbergi, sem minjasafnið hefur til umráða, frágengnir
í öskjum allir jteir munir, sem safnið hefur eignast á fyrstu árum
sínum. Af gefnu tilefni vil ég taka fram, að pær grunsemdir sem
mætt hafa manni meðal velunnara safnsins um að munir j?ess
liggi fyrir skemmdum, eru með öllu ástæðulausar. Þjóðminjasýning
SAL og minjasafnsins á Egilsstöðum sumarið 1976 var meðal
annars sett upp í þeim tilgangi að ryðja úr vegi þeirri tortryggni,
sem gætt hefur víða meðal almennings í garð safnsins um meðferð
á munum j>ess.
Safnið hefur auk þess til umráða ágætis geymsluloft yfir hrepps-
skrifstofunum að Lyngási 12 á Egilsstöðum. Þar hefur safnið
jafnframt haft aðstöðu til viðgerðar á mununum. Eins og að líkum
lætur hafa flestir gripir sem berast safninu töluverða pörí fyrir
hreinsun og aðdyttun eftir misjafna meðferð og geymslu frá p\í
þeir féllu úr notkun. Safnið hefur átt j>ví láni að fagna að njóta
starfskrafta og kunnáttu Guðmundar Þorsteinssonar frá Lundi til
að sinna viðgerðarstörfum um 5 mánaða skeið á síðustu tveimur
árum. Viðgerð sem þessi er afar mikið vanda- og þolinmæðis-
verk og krefst jafnframt góðrar jækkingar á vinnuaðferðum sem
nú eru fjarlæg flestum nútímamanninum. Guðmundur býr yfir
I |i nh«"i v/ \ P S T M
| ‘... J A MUMl »’•
372928
ísuttos