Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Síða 5
MÚLAÞING
3
konar o. m. m. fl. Viðgerðarstörfin hefur Guðmundur stundað á
geymslulofti safnsins á Egilsstöðum.
Þótt mikið hafi safnast að undanförnu af áhöldum ýmiskonar
sem notuð voru við dagleg störf úti og inni á sveitaheimili fyrr-
um, vanhagar safnið tilfinnanlega um fjölmarga gripi cnnþá, til
þess að síðar meir geta risið undir )>ví merki að vera landbúnaðar-
safn Austurlands. Hér verða ekki tíundaðir allir j>eir hlutir, en
af handahófi mætti nefna: Mykjukláfa, heymeisa, pál, hótré (hór),
kertaforma, trunka, pyria, klofakerlingu, klukkur, úr, stundaglös,
hlóðapotta af ýmsum stærðum, stólkamba, hnakka, Ólafsdals-
aktygi, gömul hljóðfæri, fatnað hverskonar (hversdags- og spari-
fatnað), vefnað, útsaum og tóvinnu, gamlar myndir af fólki og
atvinnuháttum, muni eftir pjóðhaga smiði og hannyrðafólk o. m.
m. fl.
Safnið bindur að sjálfsögðu vonir við að enn megi hafa upp á
sjaldgefnum munum meðal velunnara safnsins í okkar fjórðungi,
en jafnframt hefur verið brugðið á )>að ráð að smíða af nýju ýmis
áhöld með fomu lagi. Samhliða viðgerðarstörfum hefur Guðmund-
ur Þorsteinsson smíðað nokkra gripi fyrir safnið s. s. hrífur með
birki- og brúnspónstindum, trérekur og fleira.
Um smíði sína á trérekum segir Guðmundur á minnisblöðum,
)>ar sem hann skráði samkvæmt minni beiðni nákvæmlega allar
pær viðgerðir, sem hann framkvæmdi á hverjum grip:
„Þegar ég kom fyrst í sveit 1910, kynntist ég heimilinu í Gröf
í Eiðajúnghá, sem um góða hætti og „fomar dyggðir“ var á eftir
sinni samtíð. Meðal fleiri fornra áhalda )>ar voru enn í umferð
trérekur, sem landsmenn höfðu að mestu notast við langt fram á
síðustu öld. 1912 fór ég alfarinn heiman, )>á að Bóndastöðum í
Hjaltastaðajnnghá. Þar voru trérekumar horfnar úr umferð, en
fjóra rekuvari fann ég ]?ar og skoðaði vandlega, svo ég gjörþekki
gerð )>eirra og er hún mér skýr í minni.
Eftir samkomulagi við Gunnlaug Haraldsson hef ég smíðað
varreku fyrir minjasafn hér á Egilsstöðum, sem næst )>ví sem ég
hefi pekkt )>ær. Þó er það frábrugðið, að hér er engin eldsmiðja,
svo varinn er ekki eldsoðinn. Samt sjá )>ann mun ekki aðrir en
gamlir, gjörhugulir menn, sem gjörjækkja hið foma; einnig er