Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Page 6
4
MÚL AÞING
efni betra en oftast var í eldri tíð — valin eik.
Hlutar rekunnar eru þessir: Tindur, skaftið aUa leið fram í
var, skákar, hliðarvængir blaðsins, — blindingar, sem tengja saman
tindinn og skákamar — og að síðustu varinn með þeim hnoðnögl-
um, sem festa hann á sinn stað.
Slík reka og pállinn voru lengi hin einu graftól þjóðarinnar,
og er pví engin furða pó framkvæmdum, s. s. túnasléttun, miðaði
lengi hægt áfram. Trérekur þóttu góðar í snjó og létu margir
beitarhúsamenn þær hendi fylgja til margra nota s. s. að moka frá
húsum og vatnsbólum, ganga við þær sem staf, moka af fyrir
fé á beit, sem vopn í viðlögum og til að grafa sig í fönn í nauðsyn,
sem er ekkert saman að bera við að skríða í fönn og láta skefla
yfir sig, pví pannig verður maður hundblautur. Ferða- og fjalla-
garpar notuðu auk þess sérstakar rekur, sem sporrekur nefndust
og vora helst frábrugðnar í pví, að vera blaðmjórri. (Guðmundur
heitinn á Sandi segir að sú reka hafi aðeins verið spannarbreið
fyrir varinn). Slíka reku hefi ég einnig smíðað hér.
Greinargóð kona hefir sagt mér að til hafi verið, að rekan væri
aðeins pverfótarbreið fyrir varinn, en blaðið breikkaði pó nokk-
uð upp eftir. Vel má vera að j?að sé hin upphaflega sporreka, sem
á pá nokkra líkingu við pálstafinn, sem í fomöld var vopn í við-
Iögum“.
Gunnlaugur Haraldsson.
Eiríkur Sigurðsson:
Dr. Richard Beck
r
Agrip um æíi hans og störf
Einn af bestu útvörðum íslenskrar menningar í Vesturheimi
er dr. Richard Beck. Hann hefur kynnt íslenska menningu og bók-
menntir í enskumœlandi heimi og stutt þjóðarbrotið íslenska vest-
an hafs til að halda við tungu sinni. Richard Beck hefur verið
hvort tveggja í senn, Ijóðskáld og afkastamikill rithöfundur og
vísindamaður í íslenskum bókmenntum.