Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Page 14
12
MÚL AÞING
Þá er að nefna þau ritverk, sem Richard hefur ritað í óbundnu
máli á íslensku um bókmenntir og önnur efni.
Saga hins evangeliska- lútherska kirkjujélags íslendinga í Vest-
urheimi kom út 1935. Þetta er sagnfræðilegt rit samið í tilefni af
50 ára afmæli félagsins.
Þá má nefna inngangsritgerðir að ljóðum nokkurra vestur-ís-
lenskra skálda er fylgdu útgáfum á ljóðum þeirra og Richard sá
um. Þessi ritsöfn voru: Kvœði og kviðlingar K. N. Júlíusar 1945,
Ljóðmæli Jónasar A. Sigurðssonar 1946 og TJrvalsljóð Sigurðar
Júl. Jóhannessonar 1968. Þá er bókmenntaleg grein eftir Richard
í Eimreiðinni 1967 um Guttorm J. Guttormsson og skáldskap
hans. Hann var mjög kunnugur ljóðum Guttorms.
Þá er komið að bók, sem ég vil nema staðar við, Ættland og
erfðir 1950. Þetta er merk bók á margan hátt.
Bókin Ættland og erfðir er stór bók, 270 blaðsíður í tveimur
hlutum. Fyrri hlutinn eru ræður um bjóðræknis- og menningarmál
og gildi sögunnar fyrir þessa fámennu þjóð. Eru þessar ræður
haldnar við ýmis tækifæri.
Síðari hlutinn er að mestu um íslensk ljóðskáld. Er þar vísað
til vegar við lestur ljóða þeirra á þann hátt að benda á allt sem
vel er gert, en hitt sem lakara er að einhverju leyti er látið liggja
milli hluta. En þannig skrifar Richard um bókmenntir. Hann veit
að allt sem lífsgildi hefur er þess virði að ræða um ]>að. En hitt
sem mistekist hefur deyr af sjálfu sér. Einn vinur hans hefur sagt:
Þó að orðaforði Richards sé mikill, vantar |>ar í öll lastyrði.
Af ljóðskáldum, sem ritað er um í þessari bók, eru þessi: Jón
Þorláksson á Bægisá, séra Matthías Jochumsson, Grímur Thom-
sen, Öm Amarson (Magnús Stefánsson), Jón Magnússon, Hulda
(Unnur Bjarklind), Davíð Stefánsson frá Fagraskógi o. fl.
Þessi bók var mörgum bókmenntaunnendum kærkomin sending.
Þá komu út Svipmyndir af Suðurlandi 1956. Ekki hef ég hana
handa á milli, svo að ekki verður hér um hana rætt.
En árið eftir, 1957, kom út önnur merk bók eftir Richard:
í átthagana andinn leitar, 278 bls. að stærð í stóru broti. Sýnir
þetta hin feikimiklu afköst Richards í jrigu íslenskra bókmennta
á pessum áram. Þetta var afmælisrit.