Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Page 15
MÚLAÞING
13
Bókin hefst á heillaósk til Richards frá um 600 vinum hans
á íslandi í tilefni af 60 ára afmæli hans pað ár. En áskrifendum
safnaði Ámi Bjamarson vinur hans. Sýnir J>etta vinsældir Richards
hér heima á ættlandinu, pó að hann sé búsettur í annarri heims-
álfu.
Séra Benjamín Kristjánsson ritar fremst í bókinni æviágrip
Richards, glöggt og skemmtilegt eins og hans var von og vísa.
Þetta er sennilega besta grein sem rituð hefur verið um Richard
hérna megin hafsins ásamt grein Steindórs Steindórssonar í
„Heima er best“.
En hvert var J>á efni bókarinnar? Bókin er að efni svipuð og
fyrri bókin sem kom út sjö árum áður, „Ættland og erfðir“. Það
eru ræður um menningar- og þjóðræknismál og íslensk skáld og
rithöfunda beggja megin hafsins. Meðal annars er gerð grein
fyrir skáldskap eftir þessi skáld: Sigurð Jónsson frá Amarvatni,
Jakob Jóhannesson Smára, Elínborgu Lárusdóttur, Tómas Guð-
mundsson, Þóri Bergsson (Þorstein Jónsson), Stephan G. Step-
hansson og nokkur vestur-íslensk skáld sem minna eru kunn
hérna megin hafsins.
Það var góð afmælisgjöf, sem Richard gaf vinum sínum og allri
íslensku þjóðinni með J>essari merku bók.
Næsta bók hans var Þœttir úr minnisstœðri íslcindsferð, 1962.
Em par minningar úr einni af mörgum ferðum Richards til
ættlandsins, þegar hann sat hálfrar aldar afmæli háskólans.
Það er eftirtektarvert hve traust samband Richard hefur alltaf
haft við Akureyri. Tvær stærstu bækur hans á íslensku og ein
ljóðabóldn eru útgefnar J>ar.
Þá er komið að síðustu bók Richards á íslensku í lausu máli:
Útverðir íslenskrar menningar, 1972. Tómas Guðmundsson skáld
ritar formála fyrir bókinni, Er par minnst ýmissa merkra manna
sem kynnt hafa fsland í Vesturheimi. Þar á meðal er íslands-
vinurinn Willard Fiske sem stofnaði hið mikla íslenska bókasafn
í ÍJ>öku og Vilhjálmur Stefánsson landkönnuður, sem verið hefur
mikilhæfur rithöfundur um íslensk efni.
Þá má ekki gleyma J>ví J>egar rætt er um ritverk Richards á
íslensku að harin var ritstjóri Almanaks Olafs S. Þorgeirssonar