Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Page 21
MÚLAÞING
19
í heimsókn sinni til Richards og Berthu Beck 1946 farast Guð-
mundi Daníelssyni svo orð:
„Undarleg tilfinning, djúp og hlý, greip mig, þegar ég sté inn
fyrir þröskul.d þessa íslenska húss mitt í ægivídd framandi heims-
álfu. Af hverjum vegg hló við mér fjall eða dalur, foss eða jökuli
þess lands, sem hafði fætt mig og alið mig upp. Og meira en
þetta: Af hverjum vegg brosti við mér einhver íslenskur gripur:
askur með útskornu loki, kertastjaki. kola, — einnig kunnugleg
elskuð andlit mótuð í málm eða leir. Seinna komst ég að því, að
mörg af listaverkunum voru gerð af húsfreyjunni sjálfri, frú
Berthu Beck. Hún málar og mótar jöfnum höndum'1.
Þau hjónin eignuðust tvö efnileg börn sem bæði hafa lokið há-
skólanámi. Margrét Helen lauk B.A. prófi í bókmenntum við
rikisháskólann í Grand Forks og er gift Paul Hvidsten bygginga-
fræðingi. Þau eru búsett í Kalifomíu. Richard jr. er vélaverk-
fræðingur. Kona hans er Vigina og eru þau búsett í Iowa-fylki.
Þriðja kona Richards er Margrét Jakobína Brandson (Einars-
dóttir). Hún er fædd 23. febrúar 1898. Foreldrar hennar eru
Einar Brandson og Sigríður Einarsdóttir, bæði ættuð úr Mýr-
dalnum í V-Skaft., en voru búsett vestur á Kyrrahafsströnd.
Margrét er hámenntuð kona, listfræðingur og bókmenntafræð-
ingur með háskólaprófi. Hún var kennslukona í San Francisco.
Hún dvaldi hér á landi eitt ár 1953—1954 og las íslensku við
Háskóla íslands. Þau Richard og Margrét gengu í hjónaband 24.
júní 1961. Það sumar komu þau hingað til íslands. Þau bjuggu
fyrst í Grand Forks meðan Richard gegndi störfum við háskólann
þar. En fluttust síðar í Victoriuborg í British Columbía (Kanada)
á Kyrrahafsstnönd á ættarslóðir hennar og hafa búið þar síðan.
Margrét er mikil mannkostakona og mjög listræn. Hún stundaði
nám í „keramik“ og lauk námi í þeirri grein. Prýða heimili þeirra
margir smíðisgripir hennar. Margrét ræktar einnig fagran blóma-
garð við hús þeirra.
Dr. Richard Beck kom fátækur og umkomulítill drengur til
Vesturheims. Og þó var hann ríkur. Hann var gæddur miklum
gáfum, viljafestu og átti mikið starfsþrek. Nú er hann ekki aðeins
þekktur af ræðum sínum og ritverkum beggja megin hafsins, en