Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Page 22
20
MÚLAÞING
hefur einnig lagt meira af mörkum til að kynna íslenska menningu
og bókmenntir í enskumælandi heimi en nokkur annar. Hann
hefur unnið lengri starfsdag en aðrir af sama kappi og fjöri fram
á elliár.
Það er alltaf hressandi að hitta dr. Richard Beck. Honum fylgir
alltaf frískur andblær. Bjartsýni hans og glaðlyndi feykir burt
öllum erfiðleikum lífsins.
Að síðustu óska ég peirn hjónum þess að þau megi sem lengst
njóta lífsins, og að sólarlagið megi verða f>eim milt og fagurt
vestur á Victoriueyju.
Ritað 1977.
Tvœr sögur af Kjarvaf
Eitt sinn er Jóhannes Kjarval hélt til í hvammi sínum í landi Ketils-
staða í Hjaltastaðaþinghá, var hann staddur heima á Ketilsstöðum. Kom
þar þá einnig séra Sigurjón á Kirkjubæ. — Hann bað þá Kjarval að gera
mynd af DyrfjölJum, þar sem sól bæri í Dyrnar. Kjarval tók því dauflega.
Séra Sigurjón hugði að tímaskortur ylli þeim undirtektum og segir því:
— Þú ættir að hafa aðstoðarmann.
— Ef eg værs prestur, svaraði Kjarval, mundi eg hafa 12 kapelána.
■— Til hvers? spyr prestur.
— Til þess að segja það sem eg vildi ekki segja.
—O—
Eitthvert sumar fyrir 1960 hélt Kjarval til um tíma í barnaskólanum á
Borgarfirði og málaði þá mikið víðs vegar um sveitina. Hann átti orðið
talsvert magn mynda er hann hvarf á braut síðla sumars, og komu margir
til hans til að tala við hann og skoða myndirnar. Yfirleitt tók hann mönn-
um afar vel, en var þó dálítið mishittur. Einhverju sinni um sumarið kom
til hans utansveitarmaður þessara venjulegu erinda. Kjarval var þá ný-
búinn að setja túðuketil með vatni í á prímus. Hann tók gestinum heldur
dauflega og mælti fátt, sagði honum að hinkra við, en virtist annars hugar.
Allt í einu byrjaði túðuketillinn að flauta. Þá segir Kjarval við gestinn:
— Veistu af hverju heyrist svona í katlinum?
— Gestiuinn taldi sig kunna full skil á því og byrjaði að útskýra, en
Kjarval greip fram í fyrir honum:
— Nei, þetta eru kveinstafir vatnsins; því þykir svo vont að láta
hita sig.
Að svo mæltu gladdist hann og tók gestinum með þeirri alúð sem honum
var töm.