Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Page 23
Dr. Richard Beck:
Frændakveðja
Vigíús Pálsson frá Litlu - Breiðuvík
hundrað ára 17. janúar 1977
Heill þér, hundrað ára,
hjartkœr móðurbróðir,
löng er orðin leiðin,
langt á feðraslóðir.
Enn þó innst í huga
œskuminning lifir,
Breiðuvík þér brosir,
bjart er henni yfir.
Löng er orðin leiðin,
langur starfsins dagur,
hvelfist honum yfir
himinn roðafagur.
Gull þarf ekki að gylla,
gull þú átt í hjarta,
góðvild aðra er gleður,
göfuglyndið bjarta.
Okkar ást og virðing
alla farna vegi
þrungnar þökkum óma
þér á heiðursdegi.
Vakir sól í vestri,
vefur geislafeldi
öldung auðnuríkan
œvidags á kveldi.
Vigfús Pálsson er fæddur 17.
janúar 1877 í Litlu-Breiðuvík
í Reyðarfirði og ólst þar
upp. — Foreldrar hans voru
þau Valgerður Þórólfsdóttir
og seinni maður hennar Páll
Jónsson, búendur í Breiðu-
vík. Aldamótaárið fluttist
fjölskyldan vestur um haf til
Winnipeg og átti þar heima
fyrstu fimm árin. — Næstu
fimm árin bjó hún að mestu
leyti í grennd við Selkirk
Manitoba og eftir það sam-
fleytt fram til 1953 í Winni-
peg. Vigfús var húsasmiður
að iðn, vinsæll og vel metinn
í pví starfi. Árið 1953 fluttist
hann ásamt Jóhönnu systur
sinni og Þóru bróðurdóttur
þeirra til Vancouver, B. C.
Jóhanna er látin fyrir all-
miörgum árum, en þau Vig-
fús og Þóra búa áfram á sam-
eigjnlegu heimili sínu í Van-
couver. Þar var efnt til sér-