Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Qupperneq 25
MÚLAÞING
23
Eiríkur Björnsson læknir frá Karlsskála:
Meinsemd Ketils í Njnrðvik
og ættingja hans
Svo segir í Fljótsdælasögu, að í Njarðvík hafi búið Ketill son
Þiðranda hins gamla. Sagan lýsir honum svo: Hann var mikill
vexti, manna sterkastur. Hann var ljótur maður og pó höfðing-
legur, dókkur og mikilúðlegur. Hann var manna hægastur hvers-
dagslega, en hann var |ú5gull og fálátur snemma. Gallar stórir
voru á hans skapsmunum; sumir kölluðu pað meinsemd. Það
kom að honum í hverjum hálfum mánuði, að skjálfti hljóp á hans
hörund, svo að hver tönn í hans höfði gnötraði og hrærði hann
upp úr rúminu, og varð pá að gera fyrir honum elda stóra og leita
honum allra hæginda, þeirra er menn máttu veita. Þessum hrolli
og kulda fylgdi bræði mikil, og eirði hann pá öngu. því er fyrir
varð, hvort sem var hili eða stafur eða menn, svo pó að eldar
væru, pá óð hann. Þá gekk hann undan húsum júli og dyrabúning,
ef fyrir varð, og gekk þetta á hverjum þeirn degi, er að honum
kom, og urðu menn pá alla vega að vægja til við hann, sem máttu.
En pá er af honum leið, var hann hægur og stjómsamur.
Þetta er greinagóð lýsing, raunar sjúkdómslýsing. Gallar stórir
voru á hans skapsmunum, sumir kölluðu það meinsemd. Þeir
vitrari vissu. að það var sjúkdómur (pá kallað meinsemd). Þessi
stóri oe sterki maður fékk hálfsmánaðarlega skjálfta í sitt hörund,
svo að hrærði hann upp úr rúminu (hann svaf pá í rúmi), p. e.
hann fékk svo sterk krampaköst, að hann hentist fram úr rúminu.
Hann var haldinn floeaveiki (epilepsi) og á háu stigi. Engin voru
meðul pá, sem nú eru notuð við veikinni síðustu árin. Köst Ketils
hafa verið óskapleg. Ef hann ekki lá út af. hentist hann á hvað
sem var. braut og bramlaði, óð eld og eirði engu sem vonlegt
var, pví að hann var alveg meðvitundarlaus eða hálfmeðvitundar-
laus, svo að allar hreyfingar voru ósjálfráðar. Öll lýsing fær stað-
ist. Meira að segja, að hann hafi vaðið eld, p. e. langeldinn. Ég