Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Qupperneq 27
MÚLAÞING
25
Iengra en út á dyrahelluna, gat sprænt þaðan út í forina að gömlum
sið á hlaðið, sem var blautt og útvaðið eftir hestana í bleytutíð-
inni. Hann gat hafa fengið krampakast, dottið fram yfir sig og
kafnað í forinni. Frá pví hefði ekki verið sagt, pað hefði ekki
verið sæmándi.
Að slíkt geti komið fyrir, veit ég dæmi í minni tíð. Ungur
maður steig út úr bíl og virtist alheill. (Hann var flogaveikur).
Bíilinn ók burt sína leið, en maðurinn fór yfir djúpan skurð, og
á leiðinni upp úr skurðinum sást, að hann hafði fengið krampa-
flog, runnið niður í skurðinn, lent á grúfu og kafnað á skurð-
botninum. Líkt pessu gat hent Þiðranda. Sagan lætur hann fara
út á völlinn, sem líka var blautur. Hann var fáklæddur, nánast ber,
fær krampaflog og liggur í krapi og kulda meðvitundarlaus lengi
nætur og þegar hann loks rankar við sér, ber dísimar fyrir hann
eins og draumsýn. Hann er aðframkominn af kulda, rétt getur
dregist inn í bæ og deyr, eftir að hann hafði sagt frá svninni,
eða hann hefur fengið lungnabólgu og dáið fljótlega. Frásögnin
er ýkjukennd og þar kennir kristinna áhrifa. Þess verður ekki
vart í frásögninni af Katli.
En hvað er pá um dísimar að segja? Því skal ég svara með
dæmi svo að segja úr okkar tíð.
Á síðustu öld ólst upp í Breiðdal austur maður að nafni Eyjólf-
ur, mesti efnispiltur. Þegar hann var kominn yfir tvítugt tók hon-
um að vitrast í svefni forkunnarfögur kona að nafni Valbrá. Hún
vildi ná ástum unga mannsins og heilla hann til sín. Hann var
mjög hrifinn af henni og langaði að sjálfsögðu að njóta blíðu
hennar, en á pví var sá meinbugur, að hún var ekki mennskrar
ættar og bjó í helli einum, svo að hann sló ekki til. Úr pví urðu
stimpingar miklar og áfcök. Eyjólfur hefur vafalítið brotist um í
svefninum. Þessi átök ágerðust og urðu svo tíð, að tók á Eyjólf
og gerðu honum lífið leitt. Þó tók út yfir, er Valbrá leitaði á hann
í vöku. Eitt sinn var hann sendur á næsta bæ eftir borðviði að
kvöldlagi. Á heimleiðinni kemur Valbrá'), að honum, vildi taka
1) Þessi saga er sögð af Sigfúsi Sigfússyni og er í bók Eiríks Sigurðsson-
ar „Af Sjónarhrauni".