Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Page 32
30
MÚL AÞING
Ekki liðu langir tímar þar til menn þóttust verða varir við
skipstjórann. Einkum varð hans vart á síðkvöldum og þá helst í
grennd við Stórutjöm í Háahrauni. Þekktist hann á búnaði sínum.
Bóndinn á Þórarinsstöðum var eitt sinn á ferð að kvöldi til
næsta bæjar, Hánefsstaða. Leið hans lá um Háahraun. Þegar
hann kom að Stómtjöm sá hann ísleif skipstjóra þar, líkan því
sem hann sá hann síðast lifandi í spekúlantaskipinu. Bónda brá
svo við sýn þessa að hann sneri við heim, lagðist í rekkju og
andaðist skömmu síðar.
Þjóðsagan hermir að lengi síðan og allt til þessa hafi menn þóst
verða ísleifs varir. Aldrei gerði hann neinum mein og alltaf var
hann sama glæsimennð.
— Þannig lauk gamli maðurinn frásögn sinni.
Stóratjöm
Ef svo bæri við að einhver sá sem ókunnugur er á þeim slóðum þar
sem Stóratjörn er, færi að svipast um eftir henni, eftir að hafa lesið sögn-
ina af ísleifi skipstjóra, gæti svo fariði að hann fyndi hana ekki, heldur
aðeins lítinn poll. f langvarandi þurrkum að sumarlagi verður hún mjög
lítil og getur jafnvel horfið með öllu, en það mun þó sjaldgæft. Hins-
vegar breiðir hún úr sér í rigningum og þykist þá síður kafna undir nafni.
Nafn sitt mun Stóratjörn hafa hlotiá' vegna þess að hún er að öllum
jafnaði stærri en önnur lítil tjörn sem er skammt fyrir vestan hana og
heitir Litlatjörn. Sú litla hefur það þó fram yfir Stórutjöm stöllu sína, að
hún þornar aldrei. Því veldur næringargjafi hennar, Krókalækurinn litli.
Stóratjörn á engan slíkan til viðhaldsgjafa.
Stóratjörn var mjög vinsæll baðstaður þeirra sem bjuggu í nágrenni
h'ennar, einkum unga fólksins, og í henni lærðu sumir fyrstu sundtökin.
Ekki minnist eg þess að neinn hafi kvartað undan nærveru ísleifs skip-
stjóra af baðgestum Stórutjarnar, enda mun hans fremur hafa orðið vart
á síðkvöldum eins og seejir í þætti hans. Venjulega baðaði fólk sig £ Stóm-
tjöm á sólheitum sumardögum því þá hlýnaði vatnið í henni verulega.
Stóratjörn mun enn um langan tíma í minnum höfð vegna sagnarinnar
um ævilok Isleifs skipstjóra sem hér mun í letur færð í fyrsta sinn eftir
að hafa lifað á vörum sagnamanna um aldir. (— S. M.)