Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Page 33
MÚLAÞING
31
Þórarinn Þórarinsson:
ísarns meiður á Eiðum
Leit að Eiðaauði
Það er flestum ljóst, sem eitthvað hafa gluggað í sögu þjóðar-
innar, einkum fyrstu aldir hennar, að ekki verður hjá pví komist
að fjöldi spuminga komi upp í hugann. sem torvelt er að fá
svör við.
Svo sem að líkum lætur eru þessar spurningar, þessar óráðnu
gátur misvægar til skilnings á atburðum sögunnar og orsakarás
hennar en engu að síður forvitnilegar og hafa löngum freistað
ímyndunarafls hinna sögufróðu manna. í leit að svörum er pá
oft gripið til misjafnlega rökstudds líkindareiknings, fremur en
að skyggnst sé niður fyrir fæturna á sér og steinamir knúðir til
svara, ef svo ólíklega vildi til að þeir gætu eitthvað um málið
sagt.
í þeim orðum sem hér fara á eftir verður freistað eftir nýjum
og áður ófömum leiðum að leita ráðningar á einni af þessum
óráðnu gátum íslenskrar sögu, sem engin viðhlítandi lausn hefur
fundist á fram til þessa, og er hér átt við hina óhemju auðsöfnun
er þeir Eiðamenn á Fljótsdalshéraði höfðu uppi á fjórtándu öld
og nokkuð fram á pá fimmtándu, hinn svokallaða Eiðaauð.
Tilgátur fræðimanns
Einn er sá maður, sem ég veit um að velt hefur fyrir sér spum-
ingunni um Eiðaauð umfram alla aðra. er ég pekki til og er p&b
fræðimaðurinn Benedikt Gíslason frá Hofteigi. Telja verður
Benedikt allra manna fróðastan um sögu höfuðbólsins Eiða, allt
frá að þess er fyrst getið í skjölum og fram til síðustu tíma.
Á tveim stöðum í ritum sínum hefur hinn mikli fræðimaður
leitast við að svara spurningunni um Eiðaauð. orsakir hans og
upphaf og hversu mikill hann var, er hann var mestur. Fyrst víkur
Benedikt að þessu í Eiðasögu, er kom út 1958 í tilefni af 75 ára