Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Page 35
MÚLAÞING
33
afmæli Eiðaskóla og síðar drepur hann á þetta í grein er hann
skrifar í ársritið Múlaping, 2. árgang 1967.
Grein sína f>ar nefnir Benedikt Frá höjuðbóli til hellisvistar.
I þcssari grein setur Benedikt fram allt aðra tilgátu um uppruna
Eiðaauðs en "hann gerði í Eiðasögu sinni og verða þessar tilgátur
raktar hér að nokkru og síðan bent á annmarka sem á J>eim eru,
cinkum þó hirtni fyrri.
1 Eiðasögu kemst höfundur m. a. svo að orði, (bls. 41) ,.Páll
á Eiðum (er hér átt við Pál Þorvarðarson — Eiða-Pál — f.
1360—65, d. 1403) hefur verið mikill höfðingi. Elann kemur víða
við sögu og er oft getið í heimildum. Stórauðugur svo að aldrei
mun hafa verið auðugri maður á Austurlandi- Verður þó ekkert
vitað um það, hvaða stoðir runnu undir auðlegð hans, (Letur-
breyting mín Þ. Þ.), en það kemur síðar fram að Eiðar eiga ver-
stöðvar niðri í Borgarfirði og við Unaós og jörðina Njarðvík í
Borgarfirði hefur Páll átt. Það er pví líklegt að j>að hafi verið
útflutningsfiskurinn, sem auðsöfnunin byggist á, og svo stór-
búskapur á Eiðum og fleiri höfuðbólum austanlands". Tilvitnun
lýkur í Eiðasögu Benedikts Gíslasonar.
Ekki er nema eðlilegt, að höfundi komi útflutningsfiskurinn
fyrst í hug sem auðvaldur þeirra Eiðamanna svo mjög sem skreið-
arverslunin var ábatasöm víða á landinu á íslenskum miðöldum.
Sú staðreynd liggur fyrir í sögunni að þeir sem áttu eða höfðu
umráð yfir jjörðum hér á landi, er best lágu að auðugum fiskimið-
um söfnuðu ótrúlegum auði.
Sá aðalannmarki er á þessari tilgátu höfundar Eiðasögu að þeim
Eiðamönnum tekur að safnast auður um öld fyrr en skreiðarút-
flutningur fór að renna stoðum undir auð manna. Benedikt segir
í sögu sinni að Eiðaauðurinn hafi aldrei verið meiri en á dögum
Eiða-Páls p. e. á fjórtándu öld, Páll deyr 1403 sem áður segir,
en eftir því sem Jón Jóhannesson segir í íslendinga sögu sinni,
(II. bls. 172) fór fiskur ekki að verða útflutningsvara, svo nokkru
næmi, fyrr en eftir 1412, þegar fyrsta enska fískiskipið kemur
Mynd til vinstri:
Eiðar um 1955. Smiðjuhóllinn afmarkaður nálœgt miðri myndinni.