Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Page 36
34
MÚLAÞING
til íslands eftir því sem Nýi-annáll hermir. (J. J. ísl. s. II. bls. 157).
Það verður þó fyrst þegar samkeppni þcirra Hansamanna og
Englendinga um skreiðina kemst í algleyming fyrir og eftir alda-
mótin 1500 að skreiðarversiunin fer að verða arðbær svo um
munar.
Þeirra verstöðva sem Benedikt minnist á og Eiðar áttu, Eiða-
vers við Unaós, Fiskabjargs í Borgarfirði, er fyrst getið í sambandi
við sögu Margrétar ríku Þorvarðardóttur á Eiðum. Hún er talin
fædd um 1491 og sagt að hún hafi látið stunda paðan útræði.
Verstöðvar þessar eru á hafnlausasta svæði allrar austfirsku
strandlengjunnar og engin höfn nálæg og því næsta ótrúlegt að
þaðan hafi verið fluttur út fiskur í stórum stíl. Hitt er vitað mál
að það eitt að geta aflað mannmörgu heimili nægilcgs fiskmetis
voru mikil hlunnindi, þegar hertur fiskur var aðaluppistaða í
daglegu fæði manna.
Það sem nú hefur verið sagt um annmarka á að þeir Eiðabænd-
ur hafi auðgast á skreiðarverslun, virðist einnig hafa vakað fyrir
höfundi Eiðasögu því hann lætur þess getið eins og áður var
sagt að ekkert sé vitað hvaða stoðir runnu undir auðlegð Páls
Þorvarðarsonar, og bætir síðan við nokkru síðar, að eins og
kunnugt sé standi Eiðar í miðju Héraði langt frá sjó.
Er pá komið að síðari tilgátu Benedikts um uppruna Eiðaauðs
sem hann fjallar um í áðumefndri grein í Múlaþingi 1967. Erfið-
ara er að andmæla þessari tilgátu útfrá sögulegum rökum, þar
sem ekki er við neitt að styðjast nema hugsanlega miöguleika.
Greinarhöfundur er nú kominn á pá skoðun að Eiðaauður sé
upphaflega erfðafé frá Noregj kominn. Og er sú saga til þess að
Magnús konungur lagabætir Hákonarson giftír Þorvarði Þórar-
inssyni á Hofi í Vopnafirði ekkju eina forríka og stórættaða,
Ragnhildi að nafni, og leggur konungur Þorvarði til stórfé til
jafnræðisgiftingar. Getur Benedikt sér þess til að dóttir þeirra
hjóna, Þorvarðar og Ragnhildar, hafi gifst í Eiða og með henni
hafi fylgt erfðahluturinn úr Noregi og Ragnhildamafnið, sem
fylgir eftir það Eiðaætt „eins og skugginn manninum,“ eins og
greinarhöfundur kemst að orði.
f þessum giftumálum hyggur fræðimaðurinn frá Hofteigi „sé
V
1