Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Page 37
MÚLAÞING
35
að finna upptök Eiðaauðs á 14. öld, sem síðan þróast í starfi og
aðstöðu dugmikilla manna sem sagan ber vitni um,“ tilvitnun
lýkur.
Hverju nam Eiðaauðurinn?
Tæpast hefur farið fram hjá Jm', svo tíðrætt sem orðið hefur
um Eiðaauð, að sú spurning hafi vaknað hverju hann hafi numið
þessi mikli auður.
Um svar við þeirri spurningu verður enn leitað á vit hins aldna
og margfróða sagnaþular frá Hofteigi. Fáir munu honum fróðari
um fornar ættir, búsetu peirra á jörðum og hvemig arfur deildist
á milli bama og lagt var til kaups við giftingar. En allt j>etta
verður að hafa í huga, ef menn vilja gera sér grein fyrir hvernig
ættaauður varð til og hvernig hann deildist.
1 Eiðasögu (bls. 45) greinir Benedikt frá gömlu kaupmálabréfi,
gjörðu í Brautarholti á Kjalamesi 19. okt. 1436 (Fbrs.) milli j>eirra
Þorvarðar Loftssonar Guttormssonar — dóttursonar Eiða-Páls —
og einnar ríkustu heimasætu landsins, Margrétar Vigfúsdóttur
Ivarssonar Hólms. — Er í bréfi þessu tekið fram „að áðumefnd-
ur Þorvarður lagði til kaups við greinda Margréti garðinn Eiða
á Austfjörðum, sem liggur í Fljótsdalshéraði, og f>ar til jarðgóss
sex hundruð hundraða (= 30 tuttugu hundraða jarðir) og hundr-
að kúgildi og fjögur hundruð hundraða í lausagóssi". í móti kem-
ur svo framlag brúðarinnar, sem er ekkert smáræði og að j>cssu
bréfi era svo tilnefndir sex nafnkenndir kaupvottar „og margir
aðrir góðir menn“.
I grein sinm í Múlajúngi, sem áður hefur verið minnst á, víkur
Benedikt enn að jæssum kaupmála og segir orðrétt: „Ætla má
að j>essar Eiðaeignir séu Eiðar á dögum Páls Þorvarðarsonar og
gangi til giftumála Ingibjargar við Loft 1411. Trúlegt er að j>etta
sé j>að, sem Ingibjörg hefur að arfi, og hvorki séu j>ær meira
metnar j>á en áður, og líklega hefur ekki við j>ær bæst á j>essum
árum. Ekki er skilgreint, hvað af jessum Eiðaeignum er jarðir
og hvað kúgildi.... En hafi nú Ingibjörgu skipst 600 hundraða,
j>á hefur Ragnhildur fengið annað eins og síðan Jón jafnt og j>ær
báðar systur hans. Samtals verður þetta 2400 hundraða, og er