Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Page 38
36
MÚLAÞING
efamál, að nokkurs staðar hafi verið um meiri auð að ræða í landi
en á Eiðum í tíð Páls. Að þctta sé sjálfsaflafé Eiðamanna á j>ess-
um tíma virðist fjarri að álykta. Eiðar standa í miðju Héraði
fjarri sjó. Hér er auðsætt, að um erfðafjárhauga er að ræða, og
verður ekki frekar um rætt“. Hér lýkur tilvitnun (Múlaþing 2.
1967, bls. 89).
Úr öðrum heimildum eru þær kunnar dætur Eiða-Páls, þær
Ingibjörg og Ragnhildur, en auk f>eirra telur Benedikt, og hefur
fært fyrir því allgild rök að Jón Maríuskáld hafi verið sonur
hansi).
Þar sem pað kann að vefjast fyrir einhverjum, er pessi orð les
eða heyrir, hvers virði, á nútíma mælikvarða pau eru, f>essi 2400
hundraða sem Benedikt telur að Eiðaauðurinn hafi numið á dög-
um Páls Þorvarðarsonar, pá verður f>að lítillega skýrt.
Eitt hundrað eða eitt jarðarhundrað, sem var f>að sama, jafn-
gilti eða var jafnvirði 120 álna vaðmáls eða eins kýrverðs, miðað
við kú í fullu standi og var því kallað „kúgildi“ f>. e. jafnvirði
einnar kýr. Þessi 2400 hundraða jafngiltu f>ví andvirði 2400 kúa,
og væri miðað við vorverð á kú 1976, sem er um og yfir 100
f>ús. krónur, næmi andvirði Eiðaauðs á pví herrans ári 1436
240 milljónum króna. Því þessi auður var verðtryggður í jarð-
eignum og kúgildum.
Þegar Benedikt Gíslason frá Hofteigi, semur grein sína Frá
höfuðbóli til hellisvistar, sem birtist í Múlaþingi og áður hefur
verið minnst á, hafði hann við athugun á hinni fomu Eiðasögu,
búendumi á Eiðum og búskaparháttum þeirra í gömlum máldög-
um og öðrum fomum skjölum komist að þeirri niðurstöðu, að
ekki hafi verið um neinn, auð að ræða á Eiðum við lok Staðamála
1305 (bls. 84).
Rúmri öld síðar, nánar tiltekið 1436 er það vottfest að auður
þeirra Eiðamanna er orðinn svo mikill, að efamál er að nokkurs
staðar hafi verið um meiri auð að ræða í landi en á Eiðum í tíð
Páls, svo notuð séu ummæli greinarhöfundar, og áður tilgreind.
1) Ýmsir ættfræðingar eins og t. d. Einar Bjamason hafna þessari ætt-
fræðslu.