Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Síða 39
MÚL AÞING
37
Hvemig gat þetta orðið á ekki lengri tíma, og það á hlunninda-
lítilli jörð langt frá sjó? Hvar var að finna skýringuna? Þessar
spumingar, eða aðrar þeim líkar, hafa vafalaust leitað á huga
hins síleitandi fræðimanns og knúið á um svar eða svör.
Og Benedikt telur sig finna svarið í giftumálum Þorvarðar Þór-
arinssonar á Hofi í Vopnafirði og hinnar forríku norsku ekkju
Ragnhildar í Hlíð. Dóttir þeirra hjóna giftist í Eiða og með henni
flyst nafnið og hinn ósmái norski fjárhlutur og verður þar að
„erfðafjárhaugum,“ sem ekki þarf frekar um að ræða, enda
óþarfi þar sem fullnægjandi skýring er fengin á hinum skjótu
upptiökum Eiðaauðs, að mati höfundar.
Segja má að þessi tilgáta Benedikts sé hvort tveggja í senn, bæði
hugnæm og nægjanleg til skýringar, ef hún væri studd sterkari
sögulegum rökum. En því verður þó ekki neitað að á henni em
ýmsir þeir annmarkar sem torvelda að hún sé tekin góð og gild,
nema engin önnur aðgengilegri skýring finnist. En er þá hugsan-
legt að til sé enn ein skýring á upptökum og viðhaldi Eiðaauðs,
og þá raunhæfari en hinar tvær, er fræðimaðurixm frá Hofteigi
hefur sett fram? Hér á eftir verða leiddar getur að því.
. *,
Smiðjuhóllinn
Þegar ekið er heim að Eiðum ofan af Hraungarði, en svo heitir
ásinn austan við staðinn. rís hóll uppfrá veginum á hægri hönd,
kallaður Smiðjuhóll.
Ásinn norður af hóli þessum dregur af honum nafn og er kall-
aður einu nafni Smiðjuhóll, stundum einnig Lambhúshóll, eink-
um ef átt er við ysta hluta hans og dregur þá nafn sitt af lambhúsi
er löngum stóð þar yst á hólnum. Annar og yngri Smiðjuhóll var
og til á Eiðum, þar sem nú er heimavist stúlkna, en þar stóð
áður en fyrsta skólahúsið var byggt 1908, staðarsmiðjan en af
henni mun nafnið dregið þó um eiginlegan hól væri ekki að ræða.
Smiðjuhóllinn skilur sig greinilega frá umhverfinu, er kjallaga
með keilulaga toppi fremst, þar sem hóllinn rís uppfrá heimreið-
inni. Lægð austan við hólinn skilur hann frá sjálfum klettaranan-
um, sem myndar ásinn. Eins og áður segir er hóllinn hæstur syðst,
um 6—7 metrar á hæð.