Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Side 40
38
MÚL AÞING
Það hefur verið á vitorði flestra, sem á Eiðum hafa dvalið. að
ekki Jrnrfti að hreyfa mikið við grassverði á hólnum, að ekki yrði
vart við gjallmola og viðarkolasalla.
Sveinn Ólafsson alf>ingismaður frá Firði, lætur |>ess getið í
grein, er hann skrifar í Tímann 1937 (bls. 18) og nefnir Rauða-
blástur, að „mikið af samfelldum og stórum gjallhellum hafi
fundist í svonefndum Smiðjuhól á Eiðum“.
Þóroddur Guðmundsson frá Sandi skrifar upp ömefni á Eiðum
1944—45 eftir eldri heimildum og par segir meðal annars: „Þá
er Smiðjuhóll. Þar er gjall mikið og merki um rauðablástur með
viðarkolum“. Síðast fessara eldri minninga um gjall í Smiðju-
hól, má til gamans nefna að á þriðja tug þessarar aldar ætlaði
framkvæmdastjóm matarfélags Eiðanemenda að koma upp kart-
öflugeymslu og !>ólti pá Smiðjuhóllinn álitlegasti staðurinn fyrir
slíka geymslu ]>ar sem hann stóð lengst upp úr snjó á vetmm.
Fenginn var maður til að grafa geymsluna ofan í hólinn, en hann
varð fljótt að gefast upp við gröftinn, par sem ekkert varð
komist áfram fyrir „gjall-drasli“ eins og J>að var orðað. Mér er
minnisstæð }>essi misheppnaða framkvæmd, J>ví J>egar ég gerðist
kennari á Eiðum 1930, fylgdi kennarastarfinu sú kvöð, að ganga
í ábyrgð fyrir skuldum matarfélagsins. Félagið varð svo gjald-
J>rota skömmu síðar og upp í skuldina, sem við greiddum kennar-
amir, fengum við m. a. holuna í Smiðjuhólnum, J>ví hún var færð
til eignar í reikningum á „kostnaðarverði". Af J>essum misheppn-
uðu framkvæmdum spannst svo önnur saga, sem ekki verður
hér sögð.
Þá er J>ar næst til að taka, að árið 1938 fær Þórarinn Sveins-
son kennari, úth’utað hússtæði vestan í Smiðjuhólnum, gegnt
skólahúsinu, handan svokallaðs Meðaltúns.
Húsið var einlvft með kjallara undir hálfu húsinu. sem var
nauðsynlegt J>ar sem húsinu var ætlaður staður utan í hólnum og
reiknað með að grafa inn í hann fyrir efri hæðinni og inngangi í
hana.
Þegar komið var nokkuð inn f hólinn kom í Ijós gjallstál og
í pví voru viðarkol á víð og dreif og viðarkolaaska. en var lítt
blandað áfoksefnum úr jarðvegi.