Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Page 41
MÚL AÞING
39
Jón Steffensen prófessor dvaldi á Eiðum um þessar mundir og
athuguðum við þctta gjallstál og reyndum m. a. að giska á hvenær
rauðablæstri hefði verið hætt, með tilliti til f>ess jarðvegs, sem
kominn var ofan á gjalllagið. Við pær ágiskanir studdumst við
við þekkt öskulög, einkum pó vikurlagið frá Dyngjufjallagosinu
1875, sem er mjög greinilegt á þessum slóðum. Taldist okkur til
að rauðablæstrinum hefði verið hætt um miðja 15. öld. Að sjálf-
siögðu var hér um hreina ágiskun að ræða par sem engmn jarð-
fræðingur var fenginn til að líta á þetta. Eins hefði verið auðvelt
að taka kol til aldursgreiningar (með C-14 aðferðinni) hefði manni
hugkvæmst það. Það man ég að ég mældi hæð stálsins, p. e. þykkt.
gjallhaugsins, sem kom í ljós við gröftinn og nam öxlin við efri
brún }>css. en ég er 180 cm. á hæð. Stálið náði meðfram öllum
húsgrunninum og þegar húsið var stækkað um helming nokkrum
árum síðar kom það fram í öllum grunninum.
ísarns meiður á Eiðum
Gjallstál þetta leiddi í ljós, svo að ekki var um villst, að stunduð
hefur verið jámgerð á Eiðum áður fyrr í miklum mæli. Ég leitaði
pví til Sveins Þórarinssonar, verkfræðings, sonar Þórarins )>ess,
sem byggði húsið, og bað hann að reikna út hve mikið gjall gæti
verið í hólnum, miðað við það magn. sem komið hafði í ljós við
grunngröftinn á húsi föður hans.
Sveinn er uppalinn á Eiðum og átti eins og önnur Eiðaböm
leikvang í skjóli hólsins og síðar skíðabrekku og er honum því
gagnkunnugur.
Svar Sveins var á þessa leið:
„ . . . Um magn gjallsteins er erfitt að segja, nema að undan-
genginni rannsókn og greftri í hauginn. Samkvæmt upplýsingum
pabba var gjallstálið 1,5 m í hólnum par sem hann gróf fyrir
húsinu. Samkvæmt pví og greftri í hóhnn, sem ég þekki til, get
ég ímyndað mér að gjallmagnið í hólnum sé á bilinu 500—1500
m3 (rúmmetrar). Ef pú vilt láta rannsaka þetta frekar og nákvæm-
ar, þarf að grafa í hólinn með traktorsgröfu og kanna umfang
og dýpt gjallsins1*.
L