Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Síða 43
MÚLAÞING
41
Verður því þessi athugun að bíða síðari tíma, ef hún verður pá
möguleg.
Meðan ekki er unnt að styðjast við nákvæmari mælingar á gjall-
magninu í hólnum, verður í Jjví máli, sem hér fer á eftir, byggt á
ágiskunum Sveins verkfræðings og í „vísindalegu“ varúðar skyni
miðað við að 500 teningsmetrar af gjalli séu í Smiðjuhólnum á
Eiðum.
En hvað sem líður nákvæmum mælingum duldist engum er
augum leit þetta gjallstál t’arna í Smiðjuhólnum að þcir fornu
Eiðabændur hafa verið ísams meiðar svo um munaði.
Orðið ísams meiður, sem hér er notað, er fomt heiti á þeim
manni sem vann að járngerð og er tekið úr alkunnri vísu eftir
Skalla-Grím Kveldúlfsson, landsnámsmann á Mýmm vestur.
Vísuna kvað Skalla-Grímur til húskarla sinna, sem þótti hús-
bóndi þeirra sækja fast jámgerðina og of snemma farið á fætur.
Sagt er frá vísunni og tilefni hennar í 30. kapitula Egilssiögu, en
öll er hún á þessa leið:
Mjök verðr ár, sás aura,
ísarrts meiðr at rísa,
váðir vidda bróður
veðrseygjar skal kveðja;
gjalla lœtk á golli
geisla njóts, meðan þjóta,
heitu, hrœrikytjur
hreggs vindfrekar, sleggjur.
Vísa Skalla-Gríms er hér tilfærð af pví að hún er talin elsta
heimild í norrænum bókmenntum um pað, á hvern hátt jám var
framleitt til foma.
En hverfum aftur til vísu Borgarbónda. Efni hennar túlka fræði-
menn á eftirfarandi játt.
Mjög verður sá ísarns meiður p. e. járnsmiður, jámgerðarmað-
ur, en ísam er skáldaheiti á jámi, að fara árla á fœtur, sem vill
krefja hinn vindgráðuga smiðjubelg auðlegðar. Fært til nútíma-
máls verður sá að rísa snemma úr rekkju sem ætlar sér að verða
ríkur á rauðablæstri og jámgerð. Síðari hluti vísunnar lýsir jám-
gerðinni sjálfri, p. e. hvernig hrájáminu sem veitt er upp úr