Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Page 44
42
MÚL AÞING
bræðsluofninum er breytt í nothæft jám, ég læt sleggjur gjalla
(sbr. orðið gjallandi málmur) ú glóandi heitu járninu, sem glóir
eins og gull í eldinum meðan þýtur og hvín í vindfrekum smiðju-
belgnum.
Eins og áður sagði, er vísa þessi talin elsta norræn heimild
um jámgerð. Auk f>css að lýsa hvemig að hví verki var staðið,
segir höfundur vísunnar beinum orðumi að jámgerð sé vegur til
auðlegðar, ef hvergi sé slakað á, í augum hans er glóandi járnið
ímynd sjálfs gullsins.
Þorsteinn Kuggason bóndi í Ljárskógum hefur verið svipaðs
sinnis og Skalla-Grímur eftir ]>ví sem segir í sögu Grettis frænda
hans Ásmundarsonar, (fsl. fomr. VII. bls. 173) sem dvaldi hjá
honum vetrarlangt. Þeim frændum er pannig lýst.
„Þorsteinn var iðjumaðr mikill ok smiðr ok helt mönnum
mjök til starfa. Grettir var lítill verklundarmaður, ok því fór lítt
skap |>eira saman . . . hann (Þorsteinn) var jámgjörðarmaðr
mikill. Grettir var atgangsmikill at drepa jámit (p. e. hamra á
járninu) en nennti misjafnt“.
Á þessa frásögn Grettissögu um jámgerðarmanninn í Ljárskóg-
um er minnst hér með tilliti til þess, sem hér á eftir verður sagt
um járnvinnslu þeirra Ljárskógabænda og hvilikur auðlegðar-
vegur hún hefur verið þeim. Má í pví sambandi benda á, hvemig
athuganir á fomum vinnubrögðum geta stutt sannfræði hinna
fomu sagna.
í framhaldi af pví sem hér hefur verið haft eftir Grettissögu
má bæta, að sumurin 1923 og 1924 ferðaðist danskur fræðimaður,
Niels Nielsen að nafni um landið í leit að fomum jámvinnslu-
stöðum.
Segir hann frá ferð f>essari í grein er birtist í Árböger for nordisk
oldkyndighed 1926 og heitir Jernudvindingen pá Island i fordums-
tider. (Bls. 168 nn.). Eiða nefnir hinn danski vísindamaður ekki.
en í Ljárskógum í Dalasýslu rekst hann á gjallhaug og áætlar
gjallmagnið eftir |>yngd og telur [>að vera 500—600 Jnís. kg.
Gjallsteinamir, sem mynda þennan væna haug í Ljárskógum,
staðfesta, svo ekki verður um villst að í Ljárskógum hafa verið
miklir járngerðarmenn eins og Grettissaga segir um Þorstein