Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Qupperneq 46
44
MÚLAÞING
mikið járn var unnið á hverjum járnvinnslustað með því að mæla
og vega það gjall sem eftir var skilið.
Niðurstaða Svíanna er sú að par sem skilyrði voru best til
jámvinnslu, hafi fengist sem svarar 500 gr. (0,5 kg.) jáms fyrir
hver 1000 gr. (1 kg.) af gjalli sem eftir varð, pcgar bræðslu var
lokið.
Hin misgóðu skilyrði til iárnvinnslu vora ýmiskonar svo sem
jáminnihald rauðans (Fe203), sem bræddur var, kísilinnihald
(S102) hans, en kísill bindur járn í gjallinu við bræðsluna. Þá
skipta ytri aðstæður máli t. d. hvort notaður er yfirblástur, p. e.
blásið ofan í bræðsluofninn eða undirblástur, en hann gaf miklu
betri jámnýtingu.
Þá kom í ljós við þessar rannsóknir, sem að vísu áður var
kunnugt og auðvelt að ganga úr skugga um, að eðlisþyngd gjalls
er 2 kg./dm3 p. e. hver rúm-desimetri gjalls er 2 kg. að þyngd,
eða hver rúm-metri (m3) 2000 kg.
Svo dæmi sé nefnt úr hinni sænsku skýrslu, mældist gjallið
á einum hinna 9 staða, sem athugaðir voru, Gyssen heitir hann,
4 rúmmetrar eða 8 tonn að þvngd og benti þetta gjallmagn til
þess, að dómi Svíanna, að á þeim stað hafi verið unnin 4 tonn af
jámi, miðað við að hálft kíló jáms hafi fengist fyrir hvert kíló
gjalls, sem eftir var skilið, eða 50%.
Þess skal að lokum getið að ekki fengust á öllum peim stöðum
sem rannsakaðir vom jafn hagstæð hlutföll og í Gyssen, á milli
jáms og gjalls. Á sumum stöðum fór það niður í 30—35%, sem
vafalaust má rekja til hinna ólíku jámvinnsluskilyrða, er áður var
drepið á og komu í Ijós við efnagreiningu á rauða og gjalli.
Við aldursgreiningu á kolaleifum frá þessum 7 athugunarstöð-
um með C-14 aðferðinni, kom í Ijós að jámvinnsla hafði farið
fram frá pví 500 til 1460 eftir Kristsfæðingu. mislengi á hinum
ýmsu stöðum t. d. í Gyssdalen, sem áður var nefnt, vora elstu
sýnin frá 550 og pað yngsta frá 1100, en þaðan vora 17 sýni tekin.
Að fengnum þessum upplýsingum þcirra Svíanna, verður aftur
vikið austur í Eiða og að peim 500—1500 rúmmetram gjalls, sem
þar er fólgið í jörðu.
Áður en lengra er haldið um samanburð og ályktanir er skylt