Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Side 47
MÚLAÞING
45
að játa, að' mikið vantar á, að um fullkomlega sambærilegar
athuganir og rannsóknir sé að ræða. Annars vegar þær fullkomn-
ustu, sem völ er á og ekkert til sparað, hins vegar áhugastarf
manns með menntun og ævistarf á allt öðru sviði, enda hefði
honum orðið lítið ágengt, ef ekki hefði notið við aðstoðar og hjálp-
ar sérfróðra kunningja og starfsmanna á Raunvísindastofnun
Háskólans.
Þá er fyrst til að taka, að tekin hafa verið 9 rauðasýni á Eiðum,
þvert yfir landið frá Fiskilækjarholti vestur við Lagarfljót og
austur í svokallaðan Sortukíl, skammt þar frá, sem Gilsá rennur,
og er það um 2—3 km. vegalengd. Þótt vegalengdin væri ekki
meiri, reyndist járninnihald (jámoxíðið) ákaflega mismunandi
eða allt frá 129 gr. í einum rauðalítra, sem er 24% og upp í 638
gr. eða 66%.
Lang-jámauðugasta sýnið, það sem síðast var tilgreint, var tekið
í mýrarslakka framan við Eiðalæk, inn af svokölluðu Meðaltúni.
Lækurinn eða öllu heldur kvísl úr honum hefur áður runnið út
Meðaltúnið, fast neðan við Smiðjuhólinn, en nauðsynlegt var að
hafa rennandi vatn nálægt rauðablæstrinum vegna herslunnar á
jáminu 1).
Þá var rannsakað jáminnihald gjalls úr Smiðjuhól og reyndist
það 58,7%.
Að fengnum þessum upplýsingum frá Eiðum, 66% járninni-
hald í rauðanum, sem bræddur var, og þeim 58,7% sem eftir urðu
í gjallinu, skal aftur vikið að rannsóknum Svíanna til samanburð-
ar, og valdar rannsóknir þeirra hjá Gyssen. Járnoxíð (Fe203),
jáminnihald rauðans par var 52% og jáminnihald gjalls var
62,7% með öðrum orðum að járninnihald rauðans á Eiðum var
meira og nýttist betur en í Gyssen, sem þó hafði 500 gr. af járni
fyrir hvert kíló af gjalli sem eftir varð og gerir sú staðreynd sam-
anburð á fomri jámvinnslu pessara tveggja staða fyllilega mark-
tækan.
Aðrar ytri aðstæður til járnvinnslu hafa víst verið Eiðum í
1) Jámsíulækur heitir enn í Mýnesi, skammt þaðan sem jámviimslan
var á þeim bæ.