Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1980, Page 54
52
MÚLAÞING
nánari rannsóknlr á rauðablæstri þeirra Eiðarnanna svo hægt sé
að gera ýtarlegan samanburð. Smiðjuhóllinn er eina vitnið. En nú
vill svo ólíklega til að til er ótvíræður vitnisburður um afköst
rauðasmiðju hér á landi og það meira að segja úr Eiðaþinghá.
í ritgerð dr. Kristjáns Eldjáms, sem áður var vitnað til, segir
hann nánar frá blástursjárninu frá Mýnesi. Þetta er jámklumpur
8560 grömm að pvngd og höggvið í hann á tveim stöðum til að
kanna hvemig bræðsian hafi tekist.
Engjnn vafi getur á því leikið að þessi klumpur hefur orðið til
í einni og sömu bræðslunni og með sömu vinnsluaðferð og áfram-
haldi eins og Austurdalsbóndinn, fimm bræðslur á dag, hefur
Mýnesbóndi getað framleitt 42,8 kg. Það hefði tekið hann rúma
eitt púsund daga að framleiða ársnotkun íslendinga, tæp 3 ár;
35 til eitt hundrað ár að mynda gjallhauginn á Eiðum.
Að sjálfsögðu er hér reiknað með heilum árum en ekki vinnu-
dögum hvers árs, sem hafa verið mismunandi margir eftir pví
hversu húskörlum var haldið til starfa, sbr. það sem áður var sagt
um pá jámgerðarbænduma, Skalla-Grím á Borg og Þorstein
Kuggason í Ljárskógum.
Hvað varð af járninu?
Er pá komið að annarri af spurningunum sem uppvöktust við
gjallhauginn á Eiðum.
Hvað varð af öllu pví járni, sem peir Eiðabændur framleiddu
fram yfir eigin þarfir, pessar tæpu 500 smálestir, svo reiknað sé
lágmarks stærð gjallhaugsins eftir mælingum verkfræðingsins?
Svarið er að sjálfsögðu það að pað hefur verið selt til bænda á
Austurlandi eingöngu, pví tæpast hefur verið um pað að ræða að
pað hefði verið flutt að nokkru ráði til annarra landshluta.
Það vekur annars furðu þegar flett er gömlum heimildum eins
og t. d. fombréfasafninu hversu fáorðar pær em um jámverslun.
Þessi þögn stafar vafalaust af pví að ekki hafi þótt eyðandi dýr-
mætu bókfelli undir jafn sjálfsagða athöfn og rauðablástur.
Ekki verður nú vitað hvað þcir voru margir bændumir, sem
föluðust eftir jámi hjá peim Eiðabændum, og verður pví ágiskun
ein látin ráða.